Markvarðamartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2024 21:00 Guy Smit hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann gekk til liðs við KR. vísir/anton brink Lið KR í Bestu deild karla í fótbolta hefur til þessa notað þrjá markverði í deild og bikar. Allir hafa gerst sekir um mistök á einhverjum tímapunkti þó spjótin beinist helst að Guy Smit, aðalmarkverði liðsins. Markmannsvandræði KR voru meðal þess sem var rætt í Stúkunni þegar 8. umferð var gerð upp. „Það hefur verið þema á þessu tímabili og á rætur sínar að rekja lengra til baka. Þetta er ein mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Stefán Árni Pálsson - þáttastjórnandi Stúkunnar að þessu sinni - og spurði svo: „Hvað er eiginlega í gangi þarna?“ „Það er tvennt í þessu. KR er alltaf að reyna koma sér aftur í þá stöðu að berjast um titla. Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk og varnarleikurinn litast af því. Þú ert stressaður þegar þú veist ekkert hvar þú hefur markmennina,“ sagði Albert Brynjar Ingason meðan myndskeið af mistökum Simen Lillevik Kjellevold frá því á síðustu leiktíð voru spiluð. Klippa: Stúkan um markvarðarmartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ „Ég veit ekki um neitt annað lið sem hefur upplifað jafn mörg vond augnablik í kringum markmennina sína. Við sáum Kjellevold, sjáum nú Aron Snæ (Friðriksson) sem kom inn fyrir hann [á síðustu leiktíð]. Við erum búin að sjá Guy Smit á þessu tímabili, hann er búinn að gefa nokkur mörk,“ bætti Albert Brynjar við og hélt áfram einræðu sinni. „Hér sjáum við svo þegar Smit er ekki með og það eru aftur skelfileg mistök. Það skiptir í rauninni engu máli hver er í markinu hjá KR, það er alltaf eitthvað stress á þeim. Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta skiptir máli fyrir KR, hvort sem þeir eru að fara berjast um titil eða reyna komast í Evrópu. Það eru þessi litlu atriði og þetta er alltof dýrt.“ „Það er ekki aðeins þetta tímabil, það er síðasta ár,“ sagði Albert Brynjar að endingu. Umræðu Stúkunnar má sjá í spilaranum hér að ofan ásamt ótrúlegri samantekt af mistökum markvarða KR undanfarið ár. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
„Það hefur verið þema á þessu tímabili og á rætur sínar að rekja lengra til baka. Þetta er ein mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Stefán Árni Pálsson - þáttastjórnandi Stúkunnar að þessu sinni - og spurði svo: „Hvað er eiginlega í gangi þarna?“ „Það er tvennt í þessu. KR er alltaf að reyna koma sér aftur í þá stöðu að berjast um titla. Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk og varnarleikurinn litast af því. Þú ert stressaður þegar þú veist ekkert hvar þú hefur markmennina,“ sagði Albert Brynjar Ingason meðan myndskeið af mistökum Simen Lillevik Kjellevold frá því á síðustu leiktíð voru spiluð. Klippa: Stúkan um markvarðarmartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ „Ég veit ekki um neitt annað lið sem hefur upplifað jafn mörg vond augnablik í kringum markmennina sína. Við sáum Kjellevold, sjáum nú Aron Snæ (Friðriksson) sem kom inn fyrir hann [á síðustu leiktíð]. Við erum búin að sjá Guy Smit á þessu tímabili, hann er búinn að gefa nokkur mörk,“ bætti Albert Brynjar við og hélt áfram einræðu sinni. „Hér sjáum við svo þegar Smit er ekki með og það eru aftur skelfileg mistök. Það skiptir í rauninni engu máli hver er í markinu hjá KR, það er alltaf eitthvað stress á þeim. Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta skiptir máli fyrir KR, hvort sem þeir eru að fara berjast um titil eða reyna komast í Evrópu. Það eru þessi litlu atriði og þetta er alltof dýrt.“ „Það er ekki aðeins þetta tímabil, það er síðasta ár,“ sagði Albert Brynjar að endingu. Umræðu Stúkunnar má sjá í spilaranum hér að ofan ásamt ótrúlegri samantekt af mistökum markvarða KR undanfarið ár.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn