Markvarðamartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2024 21:00 Guy Smit hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann gekk til liðs við KR. vísir/anton brink Lið KR í Bestu deild karla í fótbolta hefur til þessa notað þrjá markverði í deild og bikar. Allir hafa gerst sekir um mistök á einhverjum tímapunkti þó spjótin beinist helst að Guy Smit, aðalmarkverði liðsins. Markmannsvandræði KR voru meðal þess sem var rætt í Stúkunni þegar 8. umferð var gerð upp. „Það hefur verið þema á þessu tímabili og á rætur sínar að rekja lengra til baka. Þetta er ein mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Stefán Árni Pálsson - þáttastjórnandi Stúkunnar að þessu sinni - og spurði svo: „Hvað er eiginlega í gangi þarna?“ „Það er tvennt í þessu. KR er alltaf að reyna koma sér aftur í þá stöðu að berjast um titla. Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk og varnarleikurinn litast af því. Þú ert stressaður þegar þú veist ekkert hvar þú hefur markmennina,“ sagði Albert Brynjar Ingason meðan myndskeið af mistökum Simen Lillevik Kjellevold frá því á síðustu leiktíð voru spiluð. Klippa: Stúkan um markvarðarmartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ „Ég veit ekki um neitt annað lið sem hefur upplifað jafn mörg vond augnablik í kringum markmennina sína. Við sáum Kjellevold, sjáum nú Aron Snæ (Friðriksson) sem kom inn fyrir hann [á síðustu leiktíð]. Við erum búin að sjá Guy Smit á þessu tímabili, hann er búinn að gefa nokkur mörk,“ bætti Albert Brynjar við og hélt áfram einræðu sinni. „Hér sjáum við svo þegar Smit er ekki með og það eru aftur skelfileg mistök. Það skiptir í rauninni engu máli hver er í markinu hjá KR, það er alltaf eitthvað stress á þeim. Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta skiptir máli fyrir KR, hvort sem þeir eru að fara berjast um titil eða reyna komast í Evrópu. Það eru þessi litlu atriði og þetta er alltof dýrt.“ „Það er ekki aðeins þetta tímabil, það er síðasta ár,“ sagði Albert Brynjar að endingu. Umræðu Stúkunnar má sjá í spilaranum hér að ofan ásamt ótrúlegri samantekt af mistökum markvarða KR undanfarið ár. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Það hefur verið þema á þessu tímabili og á rætur sínar að rekja lengra til baka. Þetta er ein mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Stefán Árni Pálsson - þáttastjórnandi Stúkunnar að þessu sinni - og spurði svo: „Hvað er eiginlega í gangi þarna?“ „Það er tvennt í þessu. KR er alltaf að reyna koma sér aftur í þá stöðu að berjast um titla. Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk og varnarleikurinn litast af því. Þú ert stressaður þegar þú veist ekkert hvar þú hefur markmennina,“ sagði Albert Brynjar Ingason meðan myndskeið af mistökum Simen Lillevik Kjellevold frá því á síðustu leiktíð voru spiluð. Klippa: Stúkan um markvarðarmartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ „Ég veit ekki um neitt annað lið sem hefur upplifað jafn mörg vond augnablik í kringum markmennina sína. Við sáum Kjellevold, sjáum nú Aron Snæ (Friðriksson) sem kom inn fyrir hann [á síðustu leiktíð]. Við erum búin að sjá Guy Smit á þessu tímabili, hann er búinn að gefa nokkur mörk,“ bætti Albert Brynjar við og hélt áfram einræðu sinni. „Hér sjáum við svo þegar Smit er ekki með og það eru aftur skelfileg mistök. Það skiptir í rauninni engu máli hver er í markinu hjá KR, það er alltaf eitthvað stress á þeim. Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta skiptir máli fyrir KR, hvort sem þeir eru að fara berjast um titil eða reyna komast í Evrópu. Það eru þessi litlu atriði og þetta er alltof dýrt.“ „Það er ekki aðeins þetta tímabil, það er síðasta ár,“ sagði Albert Brynjar að endingu. Umræðu Stúkunnar má sjá í spilaranum hér að ofan ásamt ótrúlegri samantekt af mistökum markvarða KR undanfarið ár.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira