Íslenski boltinn

„Manni líður eins og þetta hafi verið tap“

Ólafur Þór Jónsson skrifar
Benóný Breki í leik gegn FH á dögunum.
Benóný Breki í leik gegn FH á dögunum. Vísir/Anton Brink

Benóný Breki Andrésson var öflugur í dag og skoraði bæði mörk KR. Vísir ræddi við hann eftir leik.

„Mér líður ekki vel. Þetta er svona stig sem maður nær en manni líður eins og þetta hafi verið tap. Erum komnir 2-0 yfir og fáum á okkur einhver mörk eftir það. Þetta er bara eins og tap,“ sagði Benóný Breki og bætti við um frammistöðu KR.

„Mér fannst við vera betri allan leikinn. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem mér fannst við stjórna leiknum. Í seinni hálfleiknum fáum við á okkur skyndisóknir sem við verðum að laga hjá okkur.“

Eins og áður segir skoraði Benóný tvö mörk í dag og virðist vera að finna taktinn eftir að hafa verið að díla við meiðsli í vetur. Hann er samt sem áður kominn með 8 mörk í deild og bikar.

„Bara góð frammistaða. Ég reyni alltaf að gera allt fyrir liðið og leggja mig fram við það. Gott að ná að skora þessu tvö mörk en hefði viljað sigur. Geri betur næst.“

KR hefur einungis náð í eitt stig á sínum heimavelli á þessu tímabili. Hvað veldur því að mati Benónýs:

„Við náum aldrei að klára leikina. Eigum alltaf fína fyrri hálfleiki en erum síðan slappir í seinni. Við bara náum aldrei að klára leiki og fáum á okkur mörk í lokin.“ sagði Benóný í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×