Enski boltinn

Féll í vor en vonast eftir Chelsea eða Bayern

Valur Páll Eiríksson skrifar
Það virðist sem farandfótur sé á Vincent Kompany eftir fall Burnley úr ensku úrvalsdeildinni.
Það virðist sem farandfótur sé á Vincent Kompany eftir fall Burnley úr ensku úrvalsdeildinni. Getty

Vincent Kompany vonast eftir símtölum frá stórliðum Chelsea og Bayern Munchen þrátt fyrir að hafa fallið með liði Burnley úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Kompany stýrði Burnley upp úr Championship-deildinni í fyrra í fyrstu tilraun þar sem liðið vann ensku B-deildina með yfirburðum. Menn voru stórhuga fyrir nýliðna leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley keypti leikmenn fyrir yfir 100 milljónir punda og stórvægilegar breytingar orðið á leikmannahópi liðsins á tveimur árum Kompany með liðið. Alþjóðavæðing varð í hópnum sem nánast einvörðungu skipaður leikmönnum frá Bretlandseyjum og hópurinn einnig yngdur upp til muna.

Það skilaði ekki árangrinum sem vonast var eftir og Burnley fór beinustu leið niður ásamt hinum tveimur nýliðunum, Luton Town og Sheffield United.

Þrátt fyrir erfiða leiktíð er Kompany sagður á lista hjá bæði Chelsea og Bayern Munchen sem nýr knattspyrnustjóri. Chelsea sleit samstarfi við Mauricio Pochettino í gær en Lundúnaliðið sýndi fína takta á seinni hluta leiktíðar.

Thomas Tuchel er á förum frá Bayern Munchen þrátt fyrir að einhverjir í stjórnarteymi Bæjara hafi viljað halda honum. Þjálfaraleitin í Bæjaralandi hefur gengið brösuglega en Xabi Alonso, Julian Nagelsmann, Ralf Rangnick og Oliver Glasner eru á meðal þeirra sem hafa hafnað félaginu.

Samkvæmt Fabrizio Romano bíður Kompany enn símtals frá Lundúnum en er í sambandi við Bayern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×