Burnley greindi í dag frá því að Jóhann Berg og Jack Cork væru á förum frá félaginu í sumar.
Jóhann Berg leikur sinn síðasta leik fyrir Burnley þegar liðið mætir Nottingham Forest á Turf Moor í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Burnley er fallið.
Jóhann Berg kom til Burnley frá Charlton Athletic 2016. Enginn leikmaður hefur verið lengur hjá Burnley en íslenski landsliðsmaðurinn.
Hann hefur leikið 226 leiki fyrir Burnley, langflesta þeirra í ensku úrvalsdeildinni, og skorað fjórtán mörk.