Umfangsmestu árásir Rússa í nokkrar vikur Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2024 11:36 Slökkviliðsmenn að störfum í Úkraínu í morgun. AP/Almannavarnir Úkraínu Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu. Flugher Úkraínu segir að 39 af 55 eldflaugum hafi verið skotnar niður og sömuleiðis hafi tuttugu af 21 sjálfsprengidróna sem notaðir voru til árásanna verið skotnir niður. Árásirnar eru sagðar hafa náð til sjö héraða Úkraínu og beindust þær að orkuverum og dreifikerfum. Flest þeirra héraða sem um ræðir eru ekki nærri víglínunni í Úkraínu, heldur í vesturhluta landsins. Ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnvið Úkraínu samhliða skorti Úkraínumanna á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau, hafa komið verulega niður á orkuframleiðslu og dreifingu. Markmið Rússa með þessum árásum er að ná höggi á baráttuvilja Úkraínumanna, auk þess sem árásirnar koma niður á hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þar að auki kosta árásirnar Úkraínumenn verðmæt skotfæri fyrir loftvarnarkerfi og koma í veg fyrir að þeir geti beitt sínum bestu kerfum nær víglínunni. Árásirnar hafa leitt til þess að yfirvöld Úkraínu hafa þurft að loka á rafmagnsdreifingu tímabundið yfir daginn í nokkrum héruðum landsins. Áhrifin verða þó líklega enn áhrifameiri í sumar og í haust og vetur, þegar orkunotkun er mun meiri. Umfangsmiklum árásum sem þessum hefur fækkað á undanförnum vikum og hafa ráðamenn í Úkraínu áhyggjur af því að Rússar séu að safna skotfærum fyrir nýja umfangsmikla sókn í austurhluta landsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48 Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Flugher Úkraínu segir að 39 af 55 eldflaugum hafi verið skotnar niður og sömuleiðis hafi tuttugu af 21 sjálfsprengidróna sem notaðir voru til árásanna verið skotnir niður. Árásirnar eru sagðar hafa náð til sjö héraða Úkraínu og beindust þær að orkuverum og dreifikerfum. Flest þeirra héraða sem um ræðir eru ekki nærri víglínunni í Úkraínu, heldur í vesturhluta landsins. Ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnvið Úkraínu samhliða skorti Úkraínumanna á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau, hafa komið verulega niður á orkuframleiðslu og dreifingu. Markmið Rússa með þessum árásum er að ná höggi á baráttuvilja Úkraínumanna, auk þess sem árásirnar koma niður á hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þar að auki kosta árásirnar Úkraínumenn verðmæt skotfæri fyrir loftvarnarkerfi og koma í veg fyrir að þeir geti beitt sínum bestu kerfum nær víglínunni. Árásirnar hafa leitt til þess að yfirvöld Úkraínu hafa þurft að loka á rafmagnsdreifingu tímabundið yfir daginn í nokkrum héruðum landsins. Áhrifin verða þó líklega enn áhrifameiri í sumar og í haust og vetur, þegar orkunotkun er mun meiri. Umfangsmiklum árásum sem þessum hefur fækkað á undanförnum vikum og hafa ráðamenn í Úkraínu áhyggjur af því að Rússar séu að safna skotfærum fyrir nýja umfangsmikla sókn í austurhluta landsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48 Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48
Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29
Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41