Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. maí 2024 19:50 Al Jazeera er einn af örfáum alþjóðlegum miðlum sem senda enn beina fréttaumfjöllun frá Gasaströndinni. AP Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. Ríkisstjórn Ísraels ákvað fyrr í dag að vísa starfsemi sjónvarpsstöðvarinnar úr landi, og sögðu ástæðuna þá að fréttamenn hennar væru stríðsæsingamenn. Skipunin er sögð mjög óvenjuleg, en í henni felst að koma í veg fyrir útsendingar með því að gera útsendingarbúnað miðilsins upptækan auk þess sem lokað hefur verið fyrir aðgang að miðlinum í landinu. Talið er að þetta sé fyrsta skiptið sem Ísraelsk yfirvöld loka á erlendan fjölmiðil með þessum hætti. Al Jazeera hefur haldið uppi ítarlegri umfjöllun um stríðsrekstur Ísraels á Gasa frá upphafi stríðsins í október í fyrra. Miðillinn gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að forsvarsmenn Al Jazeera muni leitast eftir því að verja réttindi sín og fréttamannanna, sem og rétt almennings til upplýsingaöflunar. „Ísraelsmenn hafa bælt niður fjölmiðlafrelsið í þeim tilgangi að hylma yfir voðaverk þeirra á Gasa. Með þessu hafa þau brotið gegn alþjóða- og mannúðarlögum,“ segir í yfirlýsingunni frá Al Jazeera. „Þó að Ísrael haldi áfram að drepa, handtaka og hóta blaðamönnum mun Al Jazeera ekki lúta í lægra haldi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Samþykktu frumvarp um Al Jazeera í apríl Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í síðasta mánuði lagafrumvarp sem leyfir forsætisráðuneyti Netanjahús að grípa til aðgerða gegn erlendum fjölmiðli sem var sagður „skaðlegur fyrir þjóðina“. Shlomo Karhi samskiptaráðherra Ísraels birti í dag myndband af lögreglumönnum að ráðast inn á hótelherbergi en Al Jazeera hafði verið að senda út innan úr herberginu. Hótelið sem um ræðir er staðsett á Vesturbakkanum. Karhi sagði lögreglumennina hafa gert hluta útsendingarbúnaðarins inni í herberginu upptækan. „Við stöðvuðum loksins þá vel smurðu undirróðsvél Al Jazeera sem er skaðlegur öryggi ríkisins,“ segir Karhi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti hans verður miðlinum bannað að starfa í Ísrael næstu 45 dagana, hið minnsta. Ítarlega umfjöllun AP um málið má nálgast hér. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Ríkisstjórn Ísraels ákvað fyrr í dag að vísa starfsemi sjónvarpsstöðvarinnar úr landi, og sögðu ástæðuna þá að fréttamenn hennar væru stríðsæsingamenn. Skipunin er sögð mjög óvenjuleg, en í henni felst að koma í veg fyrir útsendingar með því að gera útsendingarbúnað miðilsins upptækan auk þess sem lokað hefur verið fyrir aðgang að miðlinum í landinu. Talið er að þetta sé fyrsta skiptið sem Ísraelsk yfirvöld loka á erlendan fjölmiðil með þessum hætti. Al Jazeera hefur haldið uppi ítarlegri umfjöllun um stríðsrekstur Ísraels á Gasa frá upphafi stríðsins í október í fyrra. Miðillinn gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að forsvarsmenn Al Jazeera muni leitast eftir því að verja réttindi sín og fréttamannanna, sem og rétt almennings til upplýsingaöflunar. „Ísraelsmenn hafa bælt niður fjölmiðlafrelsið í þeim tilgangi að hylma yfir voðaverk þeirra á Gasa. Með þessu hafa þau brotið gegn alþjóða- og mannúðarlögum,“ segir í yfirlýsingunni frá Al Jazeera. „Þó að Ísrael haldi áfram að drepa, handtaka og hóta blaðamönnum mun Al Jazeera ekki lúta í lægra haldi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Samþykktu frumvarp um Al Jazeera í apríl Ríkisstjórn Ísraels samþykkti í síðasta mánuði lagafrumvarp sem leyfir forsætisráðuneyti Netanjahús að grípa til aðgerða gegn erlendum fjölmiðli sem var sagður „skaðlegur fyrir þjóðina“. Shlomo Karhi samskiptaráðherra Ísraels birti í dag myndband af lögreglumönnum að ráðast inn á hótelherbergi en Al Jazeera hafði verið að senda út innan úr herberginu. Hótelið sem um ræðir er staðsett á Vesturbakkanum. Karhi sagði lögreglumennina hafa gert hluta útsendingarbúnaðarins inni í herberginu upptækan. „Við stöðvuðum loksins þá vel smurðu undirróðsvél Al Jazeera sem er skaðlegur öryggi ríkisins,“ segir Karhi. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti hans verður miðlinum bannað að starfa í Ísrael næstu 45 dagana, hið minnsta. Ítarlega umfjöllun AP um málið má nálgast hér.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira