Leicester í úrvalsdeildina eftir rassskellingu Leeds Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 22:34 Leedsarar skitu í heyið í kvöld. Getty Lið Leeds United missteig sig hrapallega í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur er liðið tapaði 4-0 fyrir QPR í Lundúnum í kvöld. Úrslitin þýða að Leicester City fer aftur upp í fyrstu tilraun. Leeds og Leicester hafa bæði verið í toppbaráttunni á leiktíðinni en baráttan hefur verið jöfn og spennandi síðustu vikur um tvö efstu sæti Championship-deildarinnar sem veita keppnisrétt í úrvalsdeildinni að ári. Southampton og Ipswich hafa einnig háð þá baráttu en fyrrnefnda liðið skráði sig út úr henni með 5-0 tapi fyrir Leicester á dögunum. Leeds vann á sama tíma baráttusigur, 4-3 á Middlesbrough, en fylgdi honum sannarlega ekki eftir í kvöld. 4-0 rassskelling af hendi Queens Park Rangers á Loftus Road þýðir að Leeds mun að líkindum fylgja Southampton í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Liðin sem hafna í 3.-6. sæti fara í undanúrslit áður en úrslitaleikur á Wembley sker úr um hvaða lið fylgir tveimur efstu liðunum upp. WE ARE PREMIER LEAGUE! pic.twitter.com/fDTFEzTuOE— Leicester City (@LCFC) April 26, 2024 Leikmenn Leicester voru saman komnir að horfa á leik kvöldsins og líkt og sést á meðfylgjandi myndbandi fögnuðu þeir vel saman að honum loknum. Úrslit kvöldsins þýða jafnframt að Leicester er öruggt með eitt tveggja efstu sætanna og því komið upp í ensku úrvalsdeildina á ný eftir að hafa fallið síðasta vor. Líklegt þykir að Ipswich Town, sem eru nýliðar í deildinni eftir að hafa komið upp úr C-deildinni síðasta vor, fari beint upp með Leicester. Leicester er með 94 stig á toppnum og á tvo leiki eftir, Leeds er með 90 stig þar fyrir neðan en á aðeins einn leik eftir óspilaðan. Ipswich á aftur á móti tvo leiki inni á Leeds, hefur aðeins leikið 43, og getur því mest fengið níu stig. Liðið er með 89 stig, aðeins einu frá Leeds. Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Leeds og Leicester hafa bæði verið í toppbaráttunni á leiktíðinni en baráttan hefur verið jöfn og spennandi síðustu vikur um tvö efstu sæti Championship-deildarinnar sem veita keppnisrétt í úrvalsdeildinni að ári. Southampton og Ipswich hafa einnig háð þá baráttu en fyrrnefnda liðið skráði sig út úr henni með 5-0 tapi fyrir Leicester á dögunum. Leeds vann á sama tíma baráttusigur, 4-3 á Middlesbrough, en fylgdi honum sannarlega ekki eftir í kvöld. 4-0 rassskelling af hendi Queens Park Rangers á Loftus Road þýðir að Leeds mun að líkindum fylgja Southampton í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Liðin sem hafna í 3.-6. sæti fara í undanúrslit áður en úrslitaleikur á Wembley sker úr um hvaða lið fylgir tveimur efstu liðunum upp. WE ARE PREMIER LEAGUE! pic.twitter.com/fDTFEzTuOE— Leicester City (@LCFC) April 26, 2024 Leikmenn Leicester voru saman komnir að horfa á leik kvöldsins og líkt og sést á meðfylgjandi myndbandi fögnuðu þeir vel saman að honum loknum. Úrslit kvöldsins þýða jafnframt að Leicester er öruggt með eitt tveggja efstu sætanna og því komið upp í ensku úrvalsdeildina á ný eftir að hafa fallið síðasta vor. Líklegt þykir að Ipswich Town, sem eru nýliðar í deildinni eftir að hafa komið upp úr C-deildinni síðasta vor, fari beint upp með Leicester. Leicester er með 94 stig á toppnum og á tvo leiki eftir, Leeds er með 90 stig þar fyrir neðan en á aðeins einn leik eftir óspilaðan. Ipswich á aftur á móti tvo leiki inni á Leeds, hefur aðeins leikið 43, og getur því mest fengið níu stig. Liðið er með 89 stig, aðeins einu frá Leeds.
Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira