Íslenski boltinn

Ey­þór Aron genginn í raðir KR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasti leikmaður KR.
Nýjasti leikmaður KR. KR

KR hefur staðfest komu framherjans Eyþórs Arons Wöhler og mun hann leika með liðinu næstu þrjú árin.

Skiptin voru svo gott sem staðfest fyrir helgi en nú hefur blek verið sett á blað og skiptin endanlega staðfest. Eyþór Aron kemur frá Breiðabliki en hann er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ. Áður en hann gekk í raðir Blika fyrir tímabilið 2023 þá lék hann með ÍA.

Eyþór Aron á að baki fimm leiki fyrir U-21 árs landslið Íslands. Þá hefur hann skorað 13 mörk í 55 leikjum í efstu deild hér á landi.

KR er með sex stig að loknum tveimur leikjum í Bestu deildinni. Liðið lagði Fylki 4-3 í 1. umferð og Stjörnuna 3-1 í 2. umferð.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×