Lífsnauðsynlegur sigur Luton og markaveisla hjá Villa og Brentford Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 16:04 Carlton Morris fagnar hér sigurmarki sínu sem gæti reynst Luton Town mikilvægt. Vísir/Getty Luton vann afar mikilvægan sigur í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Þá fór fram mikill markaleikur þegar Aston Villa tók á móti Brentford. Leikur Aston Villa og Brentford á heimavelli Villa var frábær skemmtun. Ollie Watkins kom kom Villa í forystuna með marki á 39. mínútu en eftir stöðuna 1-0 í hálfleik bættist heldur betur í markaflóruna í þeim síðari. Morgan Rogers kom Villa í 2-0 eftir aðeins hálfrar mínútu leik í síðari hálfleik en á 59. mínútu hófst endurkoma Brentford með marki Mathias Jörgensen. Bryan Mbuemo jafnaði í 2-2 tveimur mínútum síðar og Yoane Wissa fullkomnaði endurkomunu með marki á 68. mínútu og knattspyrnustjóri Villa Unai Emray var brjálaður á hliðarlínunni. Mark Flekken tapaði þessu einvígi gegn Ollie Watkins þegar Watkins jafnaði metin í 3-3.Vísir/Getty Ollie Watkins hefur þó margsýnt fram á það að hann er sannarlega betri en enginn. Hann jafnaði í 3-3 á 81. mínútu eftir vafasamt úthlaup Mark Flekken í marki Brentford og tryggði Villa stig. Lokatölur 3-3 og Tottenham getur jafnað Villa að stigum í 4. sætinu á morgun en liðið mætir þá Nottingham Forest. Á Goodison Park mætti Everton liði Burnley þar sem Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði leikinn á varamannabekknum. Þar var aðeins eitt mark skorað og það gerði Dominic Calvert-Lewin í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir lið Everton. Markið kom eftir mistök Arijanet Muric í marki Burnley og svipaði það til marks Darwin Nunez gegn Sheffield United í vikunni. Dominic Calvert-Lewin skoraði mikilvægt mark fyrir Everton í dag.Vísir/Getty Lítið var um færi í leiknum en heimamenn héldu forystunni út síðari hálfleik og tryggðu sér gríðarlega mikilvæg þrjú stig. Everton er nú komið sex stigum frá fallsæti deildarinnar. Í Lundúnum tók lið Fulham á móti Newcastle. Leikurinn var markalaus lengst af en á 75. mínútu skoraði Fabian Schär fyrir Newcastle en það mark var dæmt af vegna brots. Sex mínútum síðar skoraði Newcastle hins vegar löglegt mark sem reyndist það eina í leiknum. Þar var á ferðinni Brasilíumaðurinn Bruno Guimares og eftir 1-0 sigurinn er Newcastle aðeins einu stigi á eftir liði Manchester United og í 8. sæti deildarinnar. Bruno Guimares fagnar sigurmarki sínu í dag.Vísir/Getty Luton og Bournemouth mættust á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Marcus Tavernier kom gestunum í forystu í fyrri hálfleik en Jordan Clark jafnaði fyrir Luton á 73. mínútu. Í uppbótartíma skoraði Carlton Morris síðan gríðarlega mikilvægt mark fyrir Luton og tryggði liðinu 2-1 sigur. Stigin þrjú þýða að Luton er nú jafnt Nottingham Forest að stigum en situr þó í fallsæti á markatölu. Forest mætir eins og áður segir Tottenham á útivelli á morgun. West Ham átti góða endurkomu þegar liðið var í heimsókn hjá Wolves. Pablo Sarabia kom Úlfunum yfir á 33. mínútu með marki úr vítaspyrnu en tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu lærisveinum David Moyes stigin þrjú. Fyrst jafnaði Lucas Paqueta úr öðru víti á 72. mínútu og James Ward-Prowse tryggði West Ham 2-1 sigur með ótrúlegu marki beint úr hornspyrnu á 84. mínútu. Wolves tókst að skora á tíundu mínútu uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þrjú stig í höfn hjá West Ham sem situr í 7. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Manchester United en tveimur leikjum fleiri spilaða. Úrslit dagsins: Crystal Palace - Manchester City 2-4Aston Villa - Brentford 3-3Everton - Burnley 1-0Fulham - Newcastle 0-1Luton - Bournemouth 2-1Wolves - West Ham 1-2 Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Leikur Aston Villa og Brentford á heimavelli Villa var frábær skemmtun. Ollie Watkins kom kom Villa í forystuna með marki á 39. mínútu en eftir stöðuna 1-0 í hálfleik bættist heldur betur í markaflóruna í þeim síðari. Morgan Rogers kom Villa í 2-0 eftir aðeins hálfrar mínútu leik í síðari hálfleik en á 59. mínútu hófst endurkoma Brentford með marki Mathias Jörgensen. Bryan Mbuemo jafnaði í 2-2 tveimur mínútum síðar og Yoane Wissa fullkomnaði endurkomunu með marki á 68. mínútu og knattspyrnustjóri Villa Unai Emray var brjálaður á hliðarlínunni. Mark Flekken tapaði þessu einvígi gegn Ollie Watkins þegar Watkins jafnaði metin í 3-3.Vísir/Getty Ollie Watkins hefur þó margsýnt fram á það að hann er sannarlega betri en enginn. Hann jafnaði í 3-3 á 81. mínútu eftir vafasamt úthlaup Mark Flekken í marki Brentford og tryggði Villa stig. Lokatölur 3-3 og Tottenham getur jafnað Villa að stigum í 4. sætinu á morgun en liðið mætir þá Nottingham Forest. Á Goodison Park mætti Everton liði Burnley þar sem Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði leikinn á varamannabekknum. Þar var aðeins eitt mark skorað og það gerði Dominic Calvert-Lewin í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir lið Everton. Markið kom eftir mistök Arijanet Muric í marki Burnley og svipaði það til marks Darwin Nunez gegn Sheffield United í vikunni. Dominic Calvert-Lewin skoraði mikilvægt mark fyrir Everton í dag.Vísir/Getty Lítið var um færi í leiknum en heimamenn héldu forystunni út síðari hálfleik og tryggðu sér gríðarlega mikilvæg þrjú stig. Everton er nú komið sex stigum frá fallsæti deildarinnar. Í Lundúnum tók lið Fulham á móti Newcastle. Leikurinn var markalaus lengst af en á 75. mínútu skoraði Fabian Schär fyrir Newcastle en það mark var dæmt af vegna brots. Sex mínútum síðar skoraði Newcastle hins vegar löglegt mark sem reyndist það eina í leiknum. Þar var á ferðinni Brasilíumaðurinn Bruno Guimares og eftir 1-0 sigurinn er Newcastle aðeins einu stigi á eftir liði Manchester United og í 8. sæti deildarinnar. Bruno Guimares fagnar sigurmarki sínu í dag.Vísir/Getty Luton og Bournemouth mættust á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Marcus Tavernier kom gestunum í forystu í fyrri hálfleik en Jordan Clark jafnaði fyrir Luton á 73. mínútu. Í uppbótartíma skoraði Carlton Morris síðan gríðarlega mikilvægt mark fyrir Luton og tryggði liðinu 2-1 sigur. Stigin þrjú þýða að Luton er nú jafnt Nottingham Forest að stigum en situr þó í fallsæti á markatölu. Forest mætir eins og áður segir Tottenham á útivelli á morgun. West Ham átti góða endurkomu þegar liðið var í heimsókn hjá Wolves. Pablo Sarabia kom Úlfunum yfir á 33. mínútu með marki úr vítaspyrnu en tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum tryggðu lærisveinum David Moyes stigin þrjú. Fyrst jafnaði Lucas Paqueta úr öðru víti á 72. mínútu og James Ward-Prowse tryggði West Ham 2-1 sigur með ótrúlegu marki beint úr hornspyrnu á 84. mínútu. Wolves tókst að skora á tíundu mínútu uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þrjú stig í höfn hjá West Ham sem situr í 7. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Manchester United en tveimur leikjum fleiri spilaða. Úrslit dagsins: Crystal Palace - Manchester City 2-4Aston Villa - Brentford 3-3Everton - Burnley 1-0Fulham - Newcastle 0-1Luton - Bournemouth 2-1Wolves - West Ham 1-2
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira