Ræða að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2024 07:09 Slökkviliðsmenn berjast við eld í fjölbýlishúsi í Kænugarði í morgun. Á myndinni sést gígur sem myndaðist í árásum Rússa í nótt. AP/Vadim Ghirda Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í Brussel í dag en á dagskránni verða meðal annars umdeildar hugmyndir um að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu. „Nú þegar við stöndum frammi fyrir mestu öryggisógninni síðan í seinni heimstyrjöldinni er tími til að taka róttæk og ákveðin skref til að efla varnir okkar og undirbúa efnahag Evrópusambandsins fyrir stríð,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í bréfi til leiðtoganna fyrir fundinn. Vandræðagangur vestanhafs hvað varðar fjárveitingar til Úkraínu er meðal þess sem hefur vakið Evrópubúa til aukinnar meðvitunar um heldur bága stöðu varnarmála í álfunni og nauðsyn þess að auka fjárframlög til málaflokksins og styðja Úkraínumenn gegn ásækni Rússa. Michel sagði aukin hernaðaraðstoð til Úkraínu eitt brýnasta málið sem leiðtogarnir þyrftu að ná saman um. Leiðtogarnir munu einnig ræða útgáfu „varnarskuldabréfa“ til að fjármagna aukna fjárfestingu í varnarmálum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti er meðal stuðningsmanna skuldabréfanna en Holland og Finnland hafa sett sig upp á móti sameiginlegri skuldsetningu sem gæti komið niður á skattgreiðendum í marga áratugi. Það hefur einnig verið lagt til að aðildarríkin skuldbindi sig til að leggja tvö prósent af vergri landsframleiðslu til að efla varnir Evrópu. Samanlögð gæti upphæðin náð 80 milljörðum evra. Guardian hefur eftir heimildarmönnum að sú leið að nýta vexti af frystum eignum Rússa til að styðja við Úkraínumenn sé afar erfið í útfærslu lagalega séð og stjórnvöld í Rússlandi segja það myndu fela í sér „fordæmalaust brot á alþjóðalögum“. Nokkur ríki eru engu að síður sögð velta því alvarlega fyrir sér hvort mögulega væri hægt að ganga á höfðstól eignanna, ekki bara vextina. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
„Nú þegar við stöndum frammi fyrir mestu öryggisógninni síðan í seinni heimstyrjöldinni er tími til að taka róttæk og ákveðin skref til að efla varnir okkar og undirbúa efnahag Evrópusambandsins fyrir stríð,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í bréfi til leiðtoganna fyrir fundinn. Vandræðagangur vestanhafs hvað varðar fjárveitingar til Úkraínu er meðal þess sem hefur vakið Evrópubúa til aukinnar meðvitunar um heldur bága stöðu varnarmála í álfunni og nauðsyn þess að auka fjárframlög til málaflokksins og styðja Úkraínumenn gegn ásækni Rússa. Michel sagði aukin hernaðaraðstoð til Úkraínu eitt brýnasta málið sem leiðtogarnir þyrftu að ná saman um. Leiðtogarnir munu einnig ræða útgáfu „varnarskuldabréfa“ til að fjármagna aukna fjárfestingu í varnarmálum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti er meðal stuðningsmanna skuldabréfanna en Holland og Finnland hafa sett sig upp á móti sameiginlegri skuldsetningu sem gæti komið niður á skattgreiðendum í marga áratugi. Það hefur einnig verið lagt til að aðildarríkin skuldbindi sig til að leggja tvö prósent af vergri landsframleiðslu til að efla varnir Evrópu. Samanlögð gæti upphæðin náð 80 milljörðum evra. Guardian hefur eftir heimildarmönnum að sú leið að nýta vexti af frystum eignum Rússa til að styðja við Úkraínumenn sé afar erfið í útfærslu lagalega séð og stjórnvöld í Rússlandi segja það myndu fela í sér „fordæmalaust brot á alþjóðalögum“. Nokkur ríki eru engu að síður sögð velta því alvarlega fyrir sér hvort mögulega væri hægt að ganga á höfðstól eignanna, ekki bara vextina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira