Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 08:24 Úkraínumenn hafa sýnt það að þeir hafa getu til að gera árásir langt inn í Rússland frá eigin landsvæði. AP/Efrem Lukatsky Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. Eldur kviknaði á olíuhreinsistöð og rafmagn fór af á nokkrum stöðum við landamærin þegar Úkraínumenn sendu 35 dróna gegn skotmörkum í Rússlandi í gær, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Engan sakaði í árásunum samkvæmt yfirvöldum í Rússlandi. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, sagði einn dróna hafa verið skotinn niður nærri Domodedovo flugvellinum snemma í gærmorgun. Tveir voru skotnir niður í Kaluga, sunnan við höfuðborgina, og fjórir í Yaroslavl, norðaustur af Moskvu. Þess má geta að Yaroslavl liggur í um 800 kílómetra fjarlægð frá landamærunum, sem sýnir hversu langt drónarnir geta farið. Að sögn varnarmálaráðuneytisins voru fleiri drónar skotnir niður í Belgorod, Kursk og Rostov. Þetta voru ekki einu aðgerðir Úkraínumanna um helgina en 16 ára stúlka er sögð hafa látist í árásum á Belgorod í gærmorgun. Seinna um daginn lést einn í annarri árás og ellefu særðust. Rússnesk yfirvöld segjast hafa skotið niður tólf eldflaugar sem Úkraínumenn skutu í átt að landamærunum, auk Mi-8 þyrlu sem var á leið í átt að Belgorod. Hún er sögð hafa verið skotin niður yfir Sumy í Úkraínu. Vólódímír Selenskí þakkaði hernum fyrir nýja og „langdræga“ sókn í daglegu ávarpi sínu. Þá hafði Reuters eftir heimildarmanni að Úkraínumenn hefðu gert tólf vel heppnaðar árásir á olíuhreinsistöðvar Rússa frá því að síðarnefndu gerðu innrás í landið. Annar heimildarmaður sagði þær tölur aðeins ná yfir öryggisþjónstu landsinsen ekki hernaðaryfirvalda, sem hefðu einnig gert drónaárásir á olíuinnviði. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Eldur kviknaði á olíuhreinsistöð og rafmagn fór af á nokkrum stöðum við landamærin þegar Úkraínumenn sendu 35 dróna gegn skotmörkum í Rússlandi í gær, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Engan sakaði í árásunum samkvæmt yfirvöldum í Rússlandi. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, sagði einn dróna hafa verið skotinn niður nærri Domodedovo flugvellinum snemma í gærmorgun. Tveir voru skotnir niður í Kaluga, sunnan við höfuðborgina, og fjórir í Yaroslavl, norðaustur af Moskvu. Þess má geta að Yaroslavl liggur í um 800 kílómetra fjarlægð frá landamærunum, sem sýnir hversu langt drónarnir geta farið. Að sögn varnarmálaráðuneytisins voru fleiri drónar skotnir niður í Belgorod, Kursk og Rostov. Þetta voru ekki einu aðgerðir Úkraínumanna um helgina en 16 ára stúlka er sögð hafa látist í árásum á Belgorod í gærmorgun. Seinna um daginn lést einn í annarri árás og ellefu særðust. Rússnesk yfirvöld segjast hafa skotið niður tólf eldflaugar sem Úkraínumenn skutu í átt að landamærunum, auk Mi-8 þyrlu sem var á leið í átt að Belgorod. Hún er sögð hafa verið skotin niður yfir Sumy í Úkraínu. Vólódímír Selenskí þakkaði hernum fyrir nýja og „langdræga“ sókn í daglegu ávarpi sínu. Þá hafði Reuters eftir heimildarmanni að Úkraínumenn hefðu gert tólf vel heppnaðar árásir á olíuhreinsistöðvar Rússa frá því að síðarnefndu gerðu innrás í landið. Annar heimildarmaður sagði þær tölur aðeins ná yfir öryggisþjónstu landsinsen ekki hernaðaryfirvalda, sem hefðu einnig gert drónaárásir á olíuinnviði.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent