Gylfi nálgast Val en blekið ekki komið á pappír Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 14:08 Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra, eftir tveggja ára hlé, og bætti markametið í íslenska landsliðinu. vísir/Hulda Margrét Allt útlit er fyrir að Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili í Bestu deildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa viðræður á milli Gylfa og Vals gengið mjög vel. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fullyrðir hins vegar að viðræðum sé ekki lokið og að Gylfi hafi enn ekki skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. Gylfi hefur þó verið við æfingar með Val á Spáni, eftir að hafa sinnt þar sjálfur endurhæfingu sinni eftir meiðsli. Hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar, til að sinna endurhæfingunni án þess að þiggja laun, en samningurinn átti að gilda fram á sumar. Andreas Byder, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby sagði eftir þau tíðindi að félagið og Gylfi Þór hefðu gert með sér heiðursmannasamkomulag þess efnis að hann myndi snúa aftur til Lyngby þegar að hann væri búinn að ná sér af meiðslunum. Danski vefmiðillinn Bold hafði samband við Lyngby vegna málsins í dag en forráðamenn danska félagsins vildu ekki tjá sig um það. David Nielsen, nýráðinn þjálfari Lyngby, var spurður út í það á dögunum hvort hann reiknaði með endurkomu Gylfa Þórs til Lyngby. Nielsen sagði þá ekki reikna með því. Fyrsti leikur í næstu viku? Gangi allt eftir varðandi vistaskipti Gylfa til Vals, og hafi hann heilsu til, gæti fyrsti leikur hans með Val mögulega orðið í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir viku, þegar Valur mætir ÍA á Hlíðarenda. Ekki nema að Åge Hareide ákveði að velja hann í íslenska landsliðshópinn á föstudaginn, fyrir komandi umspil um sæti á EM. Hareide hefur þó sagt að það sé afar ólíklegt að hann velji leikmann sem ekki hafi spilað fyrir sitt félagslið lengi. Gylfi, sem er 34 ára gamall, hóf að spila fótbolta að nýju síðasta haust eftir rúmlega tveggja ára hlé vegna ásakana um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann kom ekkert við sögu á lokaári samnings síns hjá Everton, eftir að hafa síðast spilað fyrir liðið í maí 2021, á meðan á rannsókn lögreglu stóð en málið var loks látið niður falla. Gylfi náði þó aðeins að spila sex leiki með Lyngby í haust, vegna meiðsla, en skoraði tvö mörk. Hann lék einnig tvo landsleiki og skoraði tvennu gegn Liechtenstein, sem gerði hann að markahæsta leikmanni karlalandsliðsins frá upphafi með 27 mörk. Á löngum atvinnumannsferli lék Gylfi með Everton, Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði samtals 67 mörk í þeirri deild, sem gerir hann að einum markahæsta miðjumanni í sögu hennar. Þá átti hann 50 stoðsendingar. Gylfi hefur einnig leikið í þýsku 1. deildinni með Hoffenheim og í neðri deildum Englands. Gylfi er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út til Englands og samdi við Reading, sextán ára gamall, þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn. Besta deild karla Valur Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Handbolti Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Körfubolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa viðræður á milli Gylfa og Vals gengið mjög vel. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fullyrðir hins vegar að viðræðum sé ekki lokið og að Gylfi hafi enn ekki skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. Gylfi hefur þó verið við æfingar með Val á Spáni, eftir að hafa sinnt þar sjálfur endurhæfingu sinni eftir meiðsli. Hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar, til að sinna endurhæfingunni án þess að þiggja laun, en samningurinn átti að gilda fram á sumar. Andreas Byder, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby sagði eftir þau tíðindi að félagið og Gylfi Þór hefðu gert með sér heiðursmannasamkomulag þess efnis að hann myndi snúa aftur til Lyngby þegar að hann væri búinn að ná sér af meiðslunum. Danski vefmiðillinn Bold hafði samband við Lyngby vegna málsins í dag en forráðamenn danska félagsins vildu ekki tjá sig um það. David Nielsen, nýráðinn þjálfari Lyngby, var spurður út í það á dögunum hvort hann reiknaði með endurkomu Gylfa Þórs til Lyngby. Nielsen sagði þá ekki reikna með því. Fyrsti leikur í næstu viku? Gangi allt eftir varðandi vistaskipti Gylfa til Vals, og hafi hann heilsu til, gæti fyrsti leikur hans með Val mögulega orðið í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir viku, þegar Valur mætir ÍA á Hlíðarenda. Ekki nema að Åge Hareide ákveði að velja hann í íslenska landsliðshópinn á föstudaginn, fyrir komandi umspil um sæti á EM. Hareide hefur þó sagt að það sé afar ólíklegt að hann velji leikmann sem ekki hafi spilað fyrir sitt félagslið lengi. Gylfi, sem er 34 ára gamall, hóf að spila fótbolta að nýju síðasta haust eftir rúmlega tveggja ára hlé vegna ásakana um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann kom ekkert við sögu á lokaári samnings síns hjá Everton, eftir að hafa síðast spilað fyrir liðið í maí 2021, á meðan á rannsókn lögreglu stóð en málið var loks látið niður falla. Gylfi náði þó aðeins að spila sex leiki með Lyngby í haust, vegna meiðsla, en skoraði tvö mörk. Hann lék einnig tvo landsleiki og skoraði tvennu gegn Liechtenstein, sem gerði hann að markahæsta leikmanni karlalandsliðsins frá upphafi með 27 mörk. Á löngum atvinnumannsferli lék Gylfi með Everton, Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði samtals 67 mörk í þeirri deild, sem gerir hann að einum markahæsta miðjumanni í sögu hennar. Þá átti hann 50 stoðsendingar. Gylfi hefur einnig leikið í þýsku 1. deildinni með Hoffenheim og í neðri deildum Englands. Gylfi er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út til Englands og samdi við Reading, sextán ára gamall, þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn.
Besta deild karla Valur Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð Handbolti Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Rangt lið fékk stigin og leika þarf að nýju Körfubolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Hamar/Þór 91-90 | Grindavík í úrslitakeppnina eftir rafmagnaðar lokamínútur Körfubolti