Gylfi nálgast Val en blekið ekki komið á pappír Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 14:08 Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur á fótboltavöllinn í fyrra, eftir tveggja ára hlé, og bætti markametið í íslenska landsliðinu. vísir/Hulda Margrét Allt útlit er fyrir að Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili í Bestu deildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa viðræður á milli Gylfa og Vals gengið mjög vel. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fullyrðir hins vegar að viðræðum sé ekki lokið og að Gylfi hafi enn ekki skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. Gylfi hefur þó verið við æfingar með Val á Spáni, eftir að hafa sinnt þar sjálfur endurhæfingu sinni eftir meiðsli. Hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar, til að sinna endurhæfingunni án þess að þiggja laun, en samningurinn átti að gilda fram á sumar. Andreas Byder, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby sagði eftir þau tíðindi að félagið og Gylfi Þór hefðu gert með sér heiðursmannasamkomulag þess efnis að hann myndi snúa aftur til Lyngby þegar að hann væri búinn að ná sér af meiðslunum. Danski vefmiðillinn Bold hafði samband við Lyngby vegna málsins í dag en forráðamenn danska félagsins vildu ekki tjá sig um það. David Nielsen, nýráðinn þjálfari Lyngby, var spurður út í það á dögunum hvort hann reiknaði með endurkomu Gylfa Þórs til Lyngby. Nielsen sagði þá ekki reikna með því. Fyrsti leikur í næstu viku? Gangi allt eftir varðandi vistaskipti Gylfa til Vals, og hafi hann heilsu til, gæti fyrsti leikur hans með Val mögulega orðið í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir viku, þegar Valur mætir ÍA á Hlíðarenda. Ekki nema að Åge Hareide ákveði að velja hann í íslenska landsliðshópinn á föstudaginn, fyrir komandi umspil um sæti á EM. Hareide hefur þó sagt að það sé afar ólíklegt að hann velji leikmann sem ekki hafi spilað fyrir sitt félagslið lengi. Gylfi, sem er 34 ára gamall, hóf að spila fótbolta að nýju síðasta haust eftir rúmlega tveggja ára hlé vegna ásakana um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann kom ekkert við sögu á lokaári samnings síns hjá Everton, eftir að hafa síðast spilað fyrir liðið í maí 2021, á meðan á rannsókn lögreglu stóð en málið var loks látið niður falla. Gylfi náði þó aðeins að spila sex leiki með Lyngby í haust, vegna meiðsla, en skoraði tvö mörk. Hann lék einnig tvo landsleiki og skoraði tvennu gegn Liechtenstein, sem gerði hann að markahæsta leikmanni karlalandsliðsins frá upphafi með 27 mörk. Á löngum atvinnumannsferli lék Gylfi með Everton, Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði samtals 67 mörk í þeirri deild, sem gerir hann að einum markahæsta miðjumanni í sögu hennar. Þá átti hann 50 stoðsendingar. Gylfi hefur einnig leikið í þýsku 1. deildinni með Hoffenheim og í neðri deildum Englands. Gylfi er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út til Englands og samdi við Reading, sextán ára gamall, þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn. Besta deild karla Valur Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa viðræður á milli Gylfa og Vals gengið mjög vel. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, fullyrðir hins vegar að viðræðum sé ekki lokið og að Gylfi hafi enn ekki skrifað undir samning við Hlíðarendafélagið. Gylfi hefur þó verið við æfingar með Val á Spáni, eftir að hafa sinnt þar sjálfur endurhæfingu sinni eftir meiðsli. Hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í janúar, til að sinna endurhæfingunni án þess að þiggja laun, en samningurinn átti að gilda fram á sumar. Andreas Byder, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lyngby sagði eftir þau tíðindi að félagið og Gylfi Þór hefðu gert með sér heiðursmannasamkomulag þess efnis að hann myndi snúa aftur til Lyngby þegar að hann væri búinn að ná sér af meiðslunum. Danski vefmiðillinn Bold hafði samband við Lyngby vegna málsins í dag en forráðamenn danska félagsins vildu ekki tjá sig um það. David Nielsen, nýráðinn þjálfari Lyngby, var spurður út í það á dögunum hvort hann reiknaði með endurkomu Gylfa Þórs til Lyngby. Nielsen sagði þá ekki reikna með því. Fyrsti leikur í næstu viku? Gangi allt eftir varðandi vistaskipti Gylfa til Vals, og hafi hann heilsu til, gæti fyrsti leikur hans með Val mögulega orðið í undanúrslitum Lengjubikarsins eftir viku, þegar Valur mætir ÍA á Hlíðarenda. Ekki nema að Åge Hareide ákveði að velja hann í íslenska landsliðshópinn á föstudaginn, fyrir komandi umspil um sæti á EM. Hareide hefur þó sagt að það sé afar ólíklegt að hann velji leikmann sem ekki hafi spilað fyrir sitt félagslið lengi. Gylfi, sem er 34 ára gamall, hóf að spila fótbolta að nýju síðasta haust eftir rúmlega tveggja ára hlé vegna ásakana um brot gegn ólögráða einstaklingi. Hann kom ekkert við sögu á lokaári samnings síns hjá Everton, eftir að hafa síðast spilað fyrir liðið í maí 2021, á meðan á rannsókn lögreglu stóð en málið var loks látið niður falla. Gylfi náði þó aðeins að spila sex leiki með Lyngby í haust, vegna meiðsla, en skoraði tvö mörk. Hann lék einnig tvo landsleiki og skoraði tvennu gegn Liechtenstein, sem gerði hann að markahæsta leikmanni karlalandsliðsins frá upphafi með 27 mörk. Á löngum atvinnumannsferli lék Gylfi með Everton, Swansea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði samtals 67 mörk í þeirri deild, sem gerir hann að einum markahæsta miðjumanni í sögu hennar. Þá átti hann 50 stoðsendingar. Gylfi hefur einnig leikið í þýsku 1. deildinni með Hoffenheim og í neðri deildum Englands. Gylfi er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út til Englands og samdi við Reading, sextán ára gamall, þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn.
Besta deild karla Valur Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira