Sprengdu loks fyrsta HIMARS-kerfið Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2024 10:55 Úkraínumenn hafa notað HIMARS gegn Rússum með miklum árangri. EPA/HANNIBAL HANSCHKE Svo virðist sem rússneskir hermenn hafi loks náð að granda M142 HIMARS-eldflaugakerfi í Úkraínu. Í það minnsta gerðist það í fyrsta sinn í gær að Rússar birtu myndband af vel heppnaðri árás þar sem sjá má HIMARS-kerfi grandað. Kerfi þessi heita í raun High Mobility Artillery Rocket System (HIMARS) og eru notuð til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð. Á undanförnum tveimur árum hafa Úkraínumenn notað þessi vopnakerfi með miklum árangri. Kerfin hafa verið notuð til að skjóta á stórskotaliðsvopn Rússa, stjórnstöðvar, birgðastöðvar og annað á bakvið víglínuna. Þau hafa einnig verið notuð til að fella rússneska hermenn þar sem þeir hafa safnast saman. Á þessum tveimur árum hafa forsvarsmenn rússneska hersins ítrekað haldið því fram að þeir hafi grandað HIMARS-kerfum. Á mánudaginn hélt varnarmálaráðuneyti Rússlands því fram að tveimur HIMARS-kerfum hefði verið grandað. Rússar hafa hins vegar aldrei getað fært sönnur fyrir yfirlýsingum sínum, fyrr en núna. Nokkur myndbönd sem hafa verið birt á undanförnum tveimur árum hafa verið af árásum á tálbeitur Úkraínumanna. Sjá einnig: Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Myndband sem birtist á samfélagsmiðlum í gær sýnir hvernig stjórnendur dróna fundu vopnakerfið bakvið víglínuna í Dónetsk-héraði. Dróninn var notaður til að fylgja kerfinu eftir og stýra eldflaugaárás á það. Bound to happen at some point, but this looks like the first confirmed destroyed HIMARS M142. pic.twitter.com/4AfwofW7yQ— NOELREPORTS (@NOELreports) March 5, 2024 Samkvæmt frétt Forbes hafa Bandaríkjamenn sent 39 kerfi af gerðinni M142 til Úkraínu og þar að auki hafa Bretar, Þjóðverjar, Ítalir og Frakkar sent 25 eldflauga-kerfi af gerðinni M270, sem eru sambærileg eldflauga-kerfi sem geta borið fleiri eldflaugar en eru á beltum en ekki dekkjum eins og HIMARS og því fara þau ekki jafn hratt yfir. Bandaríkjamenn hafa ekki sent skotfæri til Úkraínu svo mánuðum skiptir en ríkið var helsti bakhjarl Úkraínu þegar kom að eldflaugum í HIMARS. Sjá einnig: Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hingað til að mestu notað HIMARS-kerfin á morgnanna og kvöldin. Þeim hefur iðulega verið keyrt á skotstað, eldflaugum skotið og þau færð aftur í felur. Ekki liggur fyrir hver afdrif áhafnar kerfisins voru né af hverju því var ekið út á akur í dagsbirtu og geymt þar í nægilegan tíma fyrir Rússa til að skjóta eldflaug að því. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. 5. mars 2024 14:21 Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28 Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Kerfi þessi heita í raun High Mobility Artillery Rocket System (HIMARS) og eru notuð til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð. Á undanförnum tveimur árum hafa Úkraínumenn notað þessi vopnakerfi með miklum árangri. Kerfin hafa verið notuð til að skjóta á stórskotaliðsvopn Rússa, stjórnstöðvar, birgðastöðvar og annað á bakvið víglínuna. Þau hafa einnig verið notuð til að fella rússneska hermenn þar sem þeir hafa safnast saman. Á þessum tveimur árum hafa forsvarsmenn rússneska hersins ítrekað haldið því fram að þeir hafi grandað HIMARS-kerfum. Á mánudaginn hélt varnarmálaráðuneyti Rússlands því fram að tveimur HIMARS-kerfum hefði verið grandað. Rússar hafa hins vegar aldrei getað fært sönnur fyrir yfirlýsingum sínum, fyrr en núna. Nokkur myndbönd sem hafa verið birt á undanförnum tveimur árum hafa verið af árásum á tálbeitur Úkraínumanna. Sjá einnig: Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Myndband sem birtist á samfélagsmiðlum í gær sýnir hvernig stjórnendur dróna fundu vopnakerfið bakvið víglínuna í Dónetsk-héraði. Dróninn var notaður til að fylgja kerfinu eftir og stýra eldflaugaárás á það. Bound to happen at some point, but this looks like the first confirmed destroyed HIMARS M142. pic.twitter.com/4AfwofW7yQ— NOELREPORTS (@NOELreports) March 5, 2024 Samkvæmt frétt Forbes hafa Bandaríkjamenn sent 39 kerfi af gerðinni M142 til Úkraínu og þar að auki hafa Bretar, Þjóðverjar, Ítalir og Frakkar sent 25 eldflauga-kerfi af gerðinni M270, sem eru sambærileg eldflauga-kerfi sem geta borið fleiri eldflaugar en eru á beltum en ekki dekkjum eins og HIMARS og því fara þau ekki jafn hratt yfir. Bandaríkjamenn hafa ekki sent skotfæri til Úkraínu svo mánuðum skiptir en ríkið var helsti bakhjarl Úkraínu þegar kom að eldflaugum í HIMARS. Sjá einnig: Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hingað til að mestu notað HIMARS-kerfin á morgnanna og kvöldin. Þeim hefur iðulega verið keyrt á skotstað, eldflaugum skotið og þau færð aftur í felur. Ekki liggur fyrir hver afdrif áhafnar kerfisins voru né af hverju því var ekið út á akur í dagsbirtu og geymt þar í nægilegan tíma fyrir Rússa til að skjóta eldflaug að því.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. 5. mars 2024 14:21 Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28 Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Lýsa eftir rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipun á hendur tveimur háttsettum rússneskum herforingjum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um umfangsmiklar árásir á borgara og borgaralega innviði í Úkraínu. 5. mars 2024 14:21
Sökktu enn einu herskipinu Úkraínumenn virðast hafa sökkt enn einu rússneska herskipinu á Svartahafi í nótt. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af drónaárás sem gerð var á skipið Sergei Kotov og fylgir myndbandinu að skipið hafi sokkið. 5. mars 2024 10:28
Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01