Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2024 22:46 Rússneskir hermenn, sem sjá má vinstra megin á myndinni, eru sagðir hafa skotið að minnsta kosti sjö úkraínska hermenn sem höfðu gefist upp nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. Það sýnir úkraínska hermenn skríða upp úr skotgröf, vestur af Bakhmut í austurhluta Úkraínu, og leggjast í jörðina fyrir framan rússneska hermenn. Myndbandið var fyrst birt á netinu á laugardaginn, 24. febrúar. Myndbandið var birt af einskonar umboðsmanni úkraínska þingsins í dag. Hann sagði ódæðið til rannsóknar og að þegar væri búið að bera kennsl á herdeildina sem rússnesku hermennirnir tilheyra. Hann sagði einnig að í heild væru nítján mismunandi mál af þessu tagi til rannsóknar í Úkraínu og að þau vörðuðu morð á 45 úkraínskum stríðsföngum. Tilkynninguna og myndbandið má sjá hér á samfélagsmiðlinum Telegram. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Nokkrir dagar eru síðan yfirvöld í Úkraínu sökuðu rússneska hermenn um að skjóta særða úkraínska fanga til bana í borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa. Sjá einnig: Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa einnig birt myndbönd af sér skjóta úkraínska stríðsfanga eða taka þá af lífi með öðrum hætti. Í einu tilfelli birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar einn hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni, áður en hann skaut Úkraínumanninn í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Það sýnir úkraínska hermenn skríða upp úr skotgröf, vestur af Bakhmut í austurhluta Úkraínu, og leggjast í jörðina fyrir framan rússneska hermenn. Myndbandið var fyrst birt á netinu á laugardaginn, 24. febrúar. Myndbandið var birt af einskonar umboðsmanni úkraínska þingsins í dag. Hann sagði ódæðið til rannsóknar og að þegar væri búið að bera kennsl á herdeildina sem rússnesku hermennirnir tilheyra. Hann sagði einnig að í heild væru nítján mismunandi mál af þessu tagi til rannsóknar í Úkraínu og að þau vörðuðu morð á 45 úkraínskum stríðsföngum. Tilkynninguna og myndbandið má sjá hér á samfélagsmiðlinum Telegram. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Nokkrir dagar eru síðan yfirvöld í Úkraínu sökuðu rússneska hermenn um að skjóta særða úkraínska fanga til bana í borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa. Sjá einnig: Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa einnig birt myndbönd af sér skjóta úkraínska stríðsfanga eða taka þá af lífi með öðrum hætti. Í einu tilfelli birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar einn hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni, áður en hann skaut Úkraínumanninn í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. 26. febrúar 2024 18:42
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01