Innlent

Að­gerðirnar standa enn yfir

Jón Þór Stefánsson skrifar
Merkmiði á veitingastað Wok On í Kópavogi.
Merkmiði á veitingastað Wok On í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi standa enn yfir. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Grímur segist lítið geta tjáð sig um málið að svo stöddu, en að frekari upplýsingar verði gefnar á morgun.

Fyrir liggur að nokkrir hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu, en Grímur segist ekki geta tjáð sig um hversu margir það eru.

Aðgerðirnar hafa meðal annars beinst að fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar, líkt og Wok On, Pho Vietnam og Vy-þrifum. Aðgerðir lögreglu beindust líka að Herkastalanum í Kirkjustræti þar sem að gistihúsið Kastali Guesthouse er rekið.

Fjöldi stofnana hafa komið að rannsókn lögreglu, en í tilkynningu frá henni var meðal annars minnst á lögreglulið víða um land, embætti ríkislögreglustjóra, Tollgæsluna, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.

Aðgerðirnar hafa þegar haft afleiðingar. Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, greindi frá því í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að leigusamningi Krónunnar við Wok On hefði verið slitið.

Wok On rak þrjú útibú í verslunum Krónunnar, en veitingastöðunum var lokað í aðgerðum lögreglu í dag.


Tengdar fréttir

Nokkrir handteknir í tengslum við aðgerðirnar

Nokkrir hafa verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerðanna sem snúa að fyrirtækjum Davíðs Viðarsonar, sem á meðal annars Vy-þrif, Pho Víetnam, og Wok On.

„Vitum ekki hvar við verðum í nótt“

Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 

Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×