Veður

Hægir vindar og él á víð og dreif

Atli Ísleifsson skrifar
Reikna má með frosti á bilinu núll til tólf stig í dag.
Reikna má með frosti á bilinu núll til tólf stig í dag. Vísir/Vilhelm

Allmikil lægð skammt norðaustur af Jan Mayen hreyfist nú norður og önnur, sem er heldur veigaminni og djúpt suður í hafi, hreyfist til norðausturs. Þessar tvær lægðir stjórna veðri í dag, en þar sem þær eru fjarri landi eru vindar hægir og dálítli él á víð og dreif.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar kemur fram að úrkomusvæði fylgjandi minni lægðinni gæti valdið snjómuggu um tíma suðaustanlands.

Reikna má með frosti á bilinu núll til tólf stig þar sem verður kaldast í innsveitum norðanlands.

„Norðlægir vindar á morgun og rofar heldur til sunnanlands, en á föstudag teygir sig vaxandi hæðarhryggur frá Grænlandi yfir landið, en þá lægir og léttir víða til. Áfram talsvert frost í öllum landshlutum, en sums staðar frostlaust með suðurströndinni að deginum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag: Norðan 8-15 m/s, hvassast austast og víða dálítil él, en yfirleitt bjart um sunnanvert landið. Frost 0 til 14 stig, kaldast norðanlands.

Á laugardag: Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en norðankaldi og stöku él með austurströndinni. Áfram kalt í veðri.

Á sunnudag og mánudag: Líklega austlægar eða breytilegar áttir og víða dálítil úrkoma, en lengst af þurrt vestanlands. Hægt hlýnandi veður.

Á þriðjudag: Útlit fyrir stífa suðaustaátt með rigningu sunnan- og vestanlands og mildu veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×