Kalvin Philips sá rautt og Watkins tryggði Villa þrjú stig Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 17:15 Ollie Watkins fagnar hér öðru marka sinna í dag en líklegt er að enska knattspyrnusambandið verði ekki alltof sátt með notkun hans á reykbombu í fagninu. Vísir/Getty Aston Villa vann góðan útisigur gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag og lyfti sér upp í 4. sæti deildarinnar. Kalvin Philips virðist ekki ætla að ná sér á flug með West Ham því hann sá rautt spjald í tapi liðsins. Fyrir leik Aston Villa og Fulham í dag var lið Villa í 5. sæti og í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Fulham var í 14. sæti eftir erfitt gengi að undanförnu. Ollie Watkins var eins og svo oft áður hetja Villa í dag. Hann skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum í dag en hann er þar með kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeildinni. Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham sem aðeins hefur unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Í Skírisskógi tóku heimamenn í Nottingham Forest á móti West Ham. David Moyes knattspyrnustjóri West Ham sagði það skyldu síns liðs að sýna góða frammistöðu eftir 6-0 tapið gegn Arsenal en honum varð þó ekki að ósk sinni. Kalvin Philips er að reyna að koma ferlinum af stað á ný en rauða spjaldið í dag hjálpar honum ekki í þeirri baráttu.Vísir/Getty Taiwo Awoniyi kom Forest í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks og í síðari hálfleiknum nældi Kalvin Philips sér í tvö gul spjöld með fjögurra mínútna millibili og West Ham því orðnir einum færri. Callum Hudson-Odoi bætti öðru marki við fyrir Forest í uppbótartíma og liðið fagnaði góðum 2-0 sigri. Leikur Newcastle og Bournemouth var markalaus í fyrri hálfleik en leikar æstust heldur betur eftir hlé. Dominic Solanke kom gestunum yfir á 51. mínútu en Anthony Gordon jafnaði metin fyrir Newcastle úr víti sjö mínútum síðar. Dominic Solanke skoraði annað marka Bournemouth í dag en sést hér svekktur í leikslok eftir að hans lið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.Vísir/Getty Antoine Semenyo kom Bournemouth í forystu á nýjan leik skömmu síðar en í uppbótartíma jafnaði reynsluboltinn Matt Ritchie metin og tryggði heimaliðinu stig. Newcastle er í 7. sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir liði Manchester United í 6. sætinu. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Fyrir leik Aston Villa og Fulham í dag var lið Villa í 5. sæti og í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Fulham var í 14. sæti eftir erfitt gengi að undanförnu. Ollie Watkins var eins og svo oft áður hetja Villa í dag. Hann skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum í dag en hann er þar með kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeildinni. Rodrigo Muniz minnkaði muninn fyrir Fulham sem aðeins hefur unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Í Skírisskógi tóku heimamenn í Nottingham Forest á móti West Ham. David Moyes knattspyrnustjóri West Ham sagði það skyldu síns liðs að sýna góða frammistöðu eftir 6-0 tapið gegn Arsenal en honum varð þó ekki að ósk sinni. Kalvin Philips er að reyna að koma ferlinum af stað á ný en rauða spjaldið í dag hjálpar honum ekki í þeirri baráttu.Vísir/Getty Taiwo Awoniyi kom Forest í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks og í síðari hálfleiknum nældi Kalvin Philips sér í tvö gul spjöld með fjögurra mínútna millibili og West Ham því orðnir einum færri. Callum Hudson-Odoi bætti öðru marki við fyrir Forest í uppbótartíma og liðið fagnaði góðum 2-0 sigri. Leikur Newcastle og Bournemouth var markalaus í fyrri hálfleik en leikar æstust heldur betur eftir hlé. Dominic Solanke kom gestunum yfir á 51. mínútu en Anthony Gordon jafnaði metin fyrir Newcastle úr víti sjö mínútum síðar. Dominic Solanke skoraði annað marka Bournemouth í dag en sést hér svekktur í leikslok eftir að hans lið fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.Vísir/Getty Antoine Semenyo kom Bournemouth í forystu á nýjan leik skömmu síðar en í uppbótartíma jafnaði reynsluboltinn Matt Ritchie metin og tryggði heimaliðinu stig. Newcastle er í 7. sæti deildarinnar og er fjórum stigum á eftir liði Manchester United í 6. sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira