Veður

Þrettán til tuttugu metrar á sekúndu

Eiður Þór Árnason skrifar
Það verður blautur dagur í höfuðborginni.
Það verður blautur dagur í höfuðborginni. Vísir/Vilhelm

Í dag er spáð austan og suðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu með rigningu eða súld og hita á bilinu 2 til 8 stig sunnantil. Norðanlands verður hægari vindur, úrkomulítið og frost 0 til 5 stig, en þar hlýnar þegar líður á daginn.

Í kvöld verður svo suðaustan 5 til 13 metrar á sekúndu og væta með köflum um allt land. Svo hljóðar spá Veðurstofu Íslands en fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að hlýtt og fremur rakt loft nálgist landið úr suðri og því stefni í að talsvert af snjónum á láglendi á sunnanverðu landinu taki upp á næstu dögum.

Gert er ráð fyrir sunnan og suðvestan 5 til 10 metrum á sekúndu og skúrum á morgun, en þegar líður á daginn gengur í suðaustan 8 til 13 metra á sekúndu með rigningu sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Suðlæg átt, 3-8 m/s og lítilsháttar skúrir, en bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Gengur í suðaustan 10-15 m/s með rigningu sunnan- og vestanlands um kvöldið. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á mánudag: Suðlæg átt, 3-10 m/s, hvassast við suðurströndina. Dálítil væta, en að mestu bjart norðaustantil. Gengur í suðaustan 13-18 m/s með rigningu sunnan- og vestanlands seinnipartinn. Hiti 2 til 7 stig.

Á þriðjudag: Suðvestan 8-13 m/s og él, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Kólnandi veður.

Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir breytilega átt og dálitla snjókomu eða slyddu við sjávarsíðuna. Hiti um og undir frostmarki.

Á föstudag: Líklega norðlæg átt með snjókomu, en bjartviðri sunnan heiða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×