Kjörgengi Trumps rætt í Hæstarétti Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2024 16:12 Frá mótmælum yfir utan hæstarétt Bandaríkjanna í dag. AP/Jose Luis Magana Málflutningur um það hvort ríki Bandaríkjanna hafi rétt til að meina Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að vera á kjörseðlum þar í forsetakosningunum sem haldnar verða í nóvember, stendur nú yfir fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Hæstiréttur Colorado hefur komist að þeirri niðurstöðu að Trump megi ekki vera á kjörseðlinum en í kjölfarið fylgdi Maine þar á eftir. Ákvarðanir þar byggja í einföldu máli á ákvæði sem bætt var við stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir þrælastríðið og var ætlað að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust á þing eða í önnur embætti. Ákvæðið meinar þeim sem hafa í opinberu embætti gerst sekir um einhvers konar uppreisn eða stutt aðila sem gerðu það að bjóða sig fram í kosningum. Lögsóknir sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps hafa verið höfðaðar í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og hefur Hæstiréttur tekið að sér að skera úr um hvort fjórtánda ákvæði stjórnarskrárinnar eigi við Trump. Sjá einnig: Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Málflutningurinn gegn Trump byggir á tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2021, þar sem stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna. Margir af stuðningsmönnum Trumps lýstu því einnig yfir að þeir vildu hengja Mike Pence, varaforseta Trumps, því hann neitaði kröfu Trumps um reyna að snúa úrslitum kosninganna. Þá ákvörðun tók Pence á grundvelli þess að hann hafði ekkert vald til að gera slíkt. Þeir sem segja Trump ekki kjörgengan segja hann sekan um uppreisn vegna árásarinnar. Hann hafi kvatt til hennar og þess vegna megi hann ekki bjóða sig fram til embættis. Verjendur Trumps segja meðal annars að ákvæðið ekki eigi við þar sem árásin á þinghúsið hafi ekki verið einhvers konar uppreisn. Þess í stað hafi um óeirðir verið að ræða. Eins og áður segir fer málflutningur fram í dag en ekki liggur fyrir hvenær dómarar munu skila úrskurði þeirra. Umdeildur hæstiréttur Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur þó ekki komist óskaddaður frá pólitískum deilum Bandaríkjamanna undanfarin ár. Þá hafa fregnir af vinskap dómara við bandaríska auðjöfra og ríkulegar gjafir til dómara komið verulega niður á hæstarétti að undanförnu. Fréttir af slíku má finna á undirsíðu Vísis um Hæstarétt Bandaríkjanna. Kannanir hafa á undanförnum árum sýnt fram á að verulega hefur dregið úr trausti almennings í Bandaríkjunum til hæstaréttar. Sex dómarar af níu voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þrír dómaranna voru skipaðir af Trump. Undanfarin ár hafa dómararnir ítrekað tekið afstöðu í pólitískum deilumálum íhaldsmönnum Bandaríkjanna í vil. Meðal annars má nefna að hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi, meinuðu yfirvöldum að setja hömlur á vopnaburð á almannafæri og drógu úr getu opinberra stofnana til að skikka fyrirtæki til að draga úr mengun. Hæstiréttur hefur einnig heimilað fordómafullu fólki að neita samkynhneigðum um þjónustu og var það gert á grunni mjög umdeildrar lögsóknar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 6. febrúar 2024 15:25 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01 Má ekki vera á kjörseðlinum í Colorado Hæstiréttur Colorado ríkis hefur fjarlægt Donald Trump af kjörseðli ríkisins í aðdraganda forsetakosninganna og vísar til framgöngu forsetans eftir síðustu forsetakosningar. 20. desember 2023 00:31 Sögðu þungunina ekki ógna lífi móðurinnar nóg Hæstiréttur Texas komst að þeirri niðurstöðu í gær að hin 31 árs gamla Kate Cox megi ekki fara í þungunarrof, þó fóstri hennar sé ekki hugað líf. Þar með sneri dómstóllinn niðurstöðu neðra dómstigs í ríkinu sem sagði hana mega það eftir að fóstur hennar greindist með banvænan kvilla. 12. desember 2023 09:50 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Hæstiréttur Colorado hefur komist að þeirri niðurstöðu að Trump megi ekki vera á kjörseðlinum en í kjölfarið fylgdi Maine þar á eftir. Ákvarðanir þar byggja í einföldu máli á ákvæði sem bætt var við stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir þrælastríðið og var ætlað að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust á þing eða í önnur embætti. Ákvæðið meinar þeim sem hafa í opinberu embætti gerst sekir um einhvers konar uppreisn eða stutt aðila sem gerðu það að bjóða sig fram í kosningum. Lögsóknir sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps hafa verið höfðaðar í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og hefur Hæstiréttur tekið að sér að skera úr um hvort fjórtánda ákvæði stjórnarskrárinnar eigi við Trump. Sjá einnig: Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Málflutningurinn gegn Trump byggir á tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2021, þar sem stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna. Margir af stuðningsmönnum Trumps lýstu því einnig yfir að þeir vildu hengja Mike Pence, varaforseta Trumps, því hann neitaði kröfu Trumps um reyna að snúa úrslitum kosninganna. Þá ákvörðun tók Pence á grundvelli þess að hann hafði ekkert vald til að gera slíkt. Þeir sem segja Trump ekki kjörgengan segja hann sekan um uppreisn vegna árásarinnar. Hann hafi kvatt til hennar og þess vegna megi hann ekki bjóða sig fram til embættis. Verjendur Trumps segja meðal annars að ákvæðið ekki eigi við þar sem árásin á þinghúsið hafi ekki verið einhvers konar uppreisn. Þess í stað hafi um óeirðir verið að ræða. Eins og áður segir fer málflutningur fram í dag en ekki liggur fyrir hvenær dómarar munu skila úrskurði þeirra. Umdeildur hæstiréttur Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur þó ekki komist óskaddaður frá pólitískum deilum Bandaríkjamanna undanfarin ár. Þá hafa fregnir af vinskap dómara við bandaríska auðjöfra og ríkulegar gjafir til dómara komið verulega niður á hæstarétti að undanförnu. Fréttir af slíku má finna á undirsíðu Vísis um Hæstarétt Bandaríkjanna. Kannanir hafa á undanförnum árum sýnt fram á að verulega hefur dregið úr trausti almennings í Bandaríkjunum til hæstaréttar. Sex dómarar af níu voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þrír dómaranna voru skipaðir af Trump. Undanfarin ár hafa dómararnir ítrekað tekið afstöðu í pólitískum deilumálum íhaldsmönnum Bandaríkjanna í vil. Meðal annars má nefna að hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi, meinuðu yfirvöldum að setja hömlur á vopnaburð á almannafæri og drógu úr getu opinberra stofnana til að skikka fyrirtæki til að draga úr mengun. Hæstiréttur hefur einnig heimilað fordómafullu fólki að neita samkynhneigðum um þjónustu og var það gert á grunni mjög umdeildrar lögsóknar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 6. febrúar 2024 15:25 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01 Má ekki vera á kjörseðlinum í Colorado Hæstiréttur Colorado ríkis hefur fjarlægt Donald Trump af kjörseðli ríkisins í aðdraganda forsetakosninganna og vísar til framgöngu forsetans eftir síðustu forsetakosningar. 20. desember 2023 00:31 Sögðu þungunina ekki ógna lífi móðurinnar nóg Hæstiréttur Texas komst að þeirri niðurstöðu í gær að hin 31 árs gamla Kate Cox megi ekki fara í þungunarrof, þó fóstri hennar sé ekki hugað líf. Þar með sneri dómstóllinn niðurstöðu neðra dómstigs í ríkinu sem sagði hana mega það eftir að fóstur hennar greindist með banvænan kvilla. 12. desember 2023 09:50 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er ekki með friðhelgi gegn ákærum. Þetta er úrskurður áfrýjunardómstóls í Washington DC en málið fer líklega fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. 6. febrúar 2024 15:25
Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00
Hæstiréttur neitar að flýta máli Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða. 23. desember 2023 14:01
Má ekki vera á kjörseðlinum í Colorado Hæstiréttur Colorado ríkis hefur fjarlægt Donald Trump af kjörseðli ríkisins í aðdraganda forsetakosninganna og vísar til framgöngu forsetans eftir síðustu forsetakosningar. 20. desember 2023 00:31
Sögðu þungunina ekki ógna lífi móðurinnar nóg Hæstiréttur Texas komst að þeirri niðurstöðu í gær að hin 31 árs gamla Kate Cox megi ekki fara í þungunarrof, þó fóstri hennar sé ekki hugað líf. Þar með sneri dómstóllinn niðurstöðu neðra dómstigs í ríkinu sem sagði hana mega það eftir að fóstur hennar greindist með banvænan kvilla. 12. desember 2023 09:50