Sögðu þungunina ekki ógna lífi móðurinnar nóg Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2023 09:50 Áður en hæstiréttur Texas opinberaði úrskurð sinn fór Cate Kox í annað ríki Bandaríkjanna til að fara í þungunarrof. Lögmenn hennar segja heilsu hennar hafa farið versnandi. AP Hæstiréttur Texas komst að þeirri niðurstöðu í gær að hin 31 árs gamla Kate Cox megi ekki fara í þungunarrof, þó fóstri hennar sé ekki hugað líf. Þar með sneri dómstóllinn niðurstöðu neðra dómstigs í ríkinu sem sagði hana mega það eftir að fóstur hennar greindist með banvænan kvilla. Cox, sem á tvö börn fyrir, höfðaði mál fyrir viku eftir að hún komst að því að fóstur hennar hefði greinst með þrístæðu 18, en þá greinast þrír litningar þar sem ættu að vera tveir af litningapari 18. AP fréttaveitan segir talið að Cox sé fyrsta konan í Bandaríkjunum til að biðja dómstóla um leyfi til þungunarrofs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi rétt kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs. Það var í fyrra en eftir þá ákvörðun settu stjórnmálamenn í Texas á einhver ströngustu lög landsins um þungunarrof. Konum varð óheimilt að fara í þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist iðulega eftir um sex vikna meðgöngu og í mörgum tilfellum áður en konur vita að þær séu óléttar. Litlar undanþágur í lögum Samkvæmt núgildandi lögum Texas standa læknar frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi fyrir að framkvæma þungunarrof. Litlar sem engar undanþágur eru í lögum Texas en þær snúast um það þegar líf móðurinnar er í hættu. Lögmenn Cox sögðu að hún hefði þurft að gangast keisaraskurð þegar hún eignaðist börn sín tvö og að full meðganga að þessu sinni ógnaði heilsu hennar og getu til að ganga með annað barn í framtíðinni. Dómari komst að þeirri niðurstöðu síðasta fimmtudag að Cox mætti gangast þungunarrof og að ekki mætti refsa henni, maka hennar eða lækninum sem framkvæmdi aðgerðina. Ken Paxton, umdeildur ríkissaksóknari Texas, krafðist þess í kjölfarið að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði um málið og hefur hann nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Áður en hann bað hæstarétt um að úrskurða í málinu hafði Paxton sent bréf á sjúkrahús í Texas og sagt að hann myndi lögsækja sjúkrahúsin og lækna ef Cox færi í þungunarrof þar. Ekki næg ógn til að gilda sem undanþága Í úrskurði dómstólsins segir að enginn deili um það að þungun Cox hafi verið „gífurlega flókin“. Allir foreldrar yrðu miður sín kæmust þeir að því að ófætt barn þeirra greindist með þrístæðu 18. Hæstaréttardómararnir skrifuðu þó að „sumir erfiðleikar við óléttu og það jafnvel alvarlegir erfiðleikar, ógnuðu heilsu móðurinnar ekki nægilega“ til að falla undir undanþáguákvæði laga Texas. Í frétt Texas Tribune segir að í millitíðinni hafi ástand Cox versnað verulega og að hún hafi nokkrum sinnum verið flutt á bráðamóttöku. Áður en hæstiréttur opinberaði úrskurð sinn í gær höfðu lögmenn hennar því tilkynnt að hún yrði flutt til annars ríkis Bandaríkjanna þar sem hún myndi fara í þungunarrof. Víðsvegar í Texas er unnið að breytingum á reglum og lögum svo hægt sé að lögsækja fólk fyrir að fara í annað ríki til að fara í þungunarrof. Miðillinn hefur eftir Nancy North, forseta samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, að undanfarin vika hafi verið helvíti líkust fyrir Cox. Samtökin hjálpuðu henni við lögsóknina. „Heilsa hennar er í húfi. Þetta er ástæðan fyrir því að dómarar og stjórnmálamenn eiga ekki að taka heilbrigðisákvarðanir fyrir óléttar konur. Þeir eru ekki læknar.“ Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Cox, sem á tvö börn fyrir, höfðaði mál fyrir viku eftir að hún komst að því að fóstur hennar hefði greinst með þrístæðu 18, en þá greinast þrír litningar þar sem ættu að vera tveir af litningapari 18. AP fréttaveitan segir talið að Cox sé fyrsta konan í Bandaríkjunum til að biðja dómstóla um leyfi til þungunarrofs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi rétt kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs. Það var í fyrra en eftir þá ákvörðun settu stjórnmálamenn í Texas á einhver ströngustu lög landsins um þungunarrof. Konum varð óheimilt að fara í þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist iðulega eftir um sex vikna meðgöngu og í mörgum tilfellum áður en konur vita að þær séu óléttar. Litlar undanþágur í lögum Samkvæmt núgildandi lögum Texas standa læknar frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi fyrir að framkvæma þungunarrof. Litlar sem engar undanþágur eru í lögum Texas en þær snúast um það þegar líf móðurinnar er í hættu. Lögmenn Cox sögðu að hún hefði þurft að gangast keisaraskurð þegar hún eignaðist börn sín tvö og að full meðganga að þessu sinni ógnaði heilsu hennar og getu til að ganga með annað barn í framtíðinni. Dómari komst að þeirri niðurstöðu síðasta fimmtudag að Cox mætti gangast þungunarrof og að ekki mætti refsa henni, maka hennar eða lækninum sem framkvæmdi aðgerðina. Ken Paxton, umdeildur ríkissaksóknari Texas, krafðist þess í kjölfarið að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði um málið og hefur hann nú komist að áðurnefndri niðurstöðu. Áður en hann bað hæstarétt um að úrskurða í málinu hafði Paxton sent bréf á sjúkrahús í Texas og sagt að hann myndi lögsækja sjúkrahúsin og lækna ef Cox færi í þungunarrof þar. Ekki næg ógn til að gilda sem undanþága Í úrskurði dómstólsins segir að enginn deili um það að þungun Cox hafi verið „gífurlega flókin“. Allir foreldrar yrðu miður sín kæmust þeir að því að ófætt barn þeirra greindist með þrístæðu 18. Hæstaréttardómararnir skrifuðu þó að „sumir erfiðleikar við óléttu og það jafnvel alvarlegir erfiðleikar, ógnuðu heilsu móðurinnar ekki nægilega“ til að falla undir undanþáguákvæði laga Texas. Í frétt Texas Tribune segir að í millitíðinni hafi ástand Cox versnað verulega og að hún hafi nokkrum sinnum verið flutt á bráðamóttöku. Áður en hæstiréttur opinberaði úrskurð sinn í gær höfðu lögmenn hennar því tilkynnt að hún yrði flutt til annars ríkis Bandaríkjanna þar sem hún myndi fara í þungunarrof. Víðsvegar í Texas er unnið að breytingum á reglum og lögum svo hægt sé að lögsækja fólk fyrir að fara í annað ríki til að fara í þungunarrof. Miðillinn hefur eftir Nancy North, forseta samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs, að undanfarin vika hafi verið helvíti líkust fyrir Cox. Samtökin hjálpuðu henni við lögsóknina. „Heilsa hennar er í húfi. Þetta er ástæðan fyrir því að dómarar og stjórnmálamenn eiga ekki að taka heilbrigðisákvarðanir fyrir óléttar konur. Þeir eru ekki læknar.“
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira