Erlent

Hæsti­réttur bannar al­ríkinu að fyrir­skipa að­gerðir í um­hverfis­málum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ljóst er að aðgerðir í baráttunni við loftslagsvandann munu koma niður á ýmsum atvinnugreinum, til að mynda kolaiðnaðinum. Hæstiréttur segir ákvörðunarréttinn um slíkar aðgerðir liggja hjá einstaka ríkjum, ekki alríkinu.
Ljóst er að aðgerðir í baráttunni við loftslagsvandann munu koma niður á ýmsum atvinnugreinum, til að mynda kolaiðnaðinum. Hæstiréttur segir ákvörðunarréttinn um slíkar aðgerðir liggja hjá einstaka ríkjum, ekki alríkinu. epa/Tannen Maury

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að Umverfisstofnun Bandaríkjanna sé óheimilt að skylda ríki landsins til að draga úr útblæstri. Úrskurðurinn er mikið áfall fyrir Joe Biden forseta, sem hefur lagt mikla áherslu á að Bandaríkjamenn dragi verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Í því augnamiði hafði umhverfisstofnunin EPA lagt að ríkjum að takmarka útblástur við ákveðna tölu. 

Málið var höfðað af Vestur-Virginíu fyrir hönd átján annarra ríkja sem óttuðust að þessar breytingar myndu leiða til þess að menn hættu að nota kol sem eldsneyti, sem aftur myndi valda efnahagsþrengingum hjá fjölda fólks sem starfar í þeim iðnaði. 

Niðurstaða meirihluta Hæstaréttar var sú að EPA sé óheimilt að legga á svo víðtækar reglur, heldur sé ríkjum það í sjálfsvald sett hvernig þau haga sínum umhverfismálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×