Lykilmaður Man United frá í átta vikur hið minnsta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 18:31 Martínez fór beint inn í klefa eftir að vera takinn af velli vegna meiðsla gegn West Ham. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Miðvörðurinn Lisandro Martínez var loks að ná fullum styrk eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla á þessari leiktíð. Nú er ljóst að hann verður frá í átta vikur og munar um minna hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil til þessa. Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og varð fljótt lykilmaður eftir að margur „spekingurinn“ hafði sagt hann of lítinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok síðasta tímabils varð Argentínumaðurinn hins vegar fyrir álagsmeiðslum og þurfti að fara í aðgerð á fæti. Hann sneri til baka í upphafi núverandi tímabils en ljóst var að hann var ekki búinn að ná fullum bata og þurfti aftur að fara undir hnífinn. Hann var orðinn leikfær að jólatörninni lokinni og hafði spilað undanfarna leiki með Man United þegar áfallið reið yfir. Í 3-0 sigri Rauðu djöflanna á West Ham United þá lenti Martínez í því að leikmaður Hamranna féll ofan á hann með þeim afleiðingum að það snerist upp á hné miðvarðarins. Hann var tekinn af velli eftir að hafa augljóslega fundið fyrir miklum sársauka og óttaðist stuðningsfólk Man Utd það versta. Nú hefur komið í ljós að krossböndin eru í lagi en hann tognaði hins vegar á liðböndum í hægra hné og verður frá í átta vikur hið minnsta. Um er að ræða mikið högg en Martínez er allt í öllu hjá Man United, bæði er kemur að varnarleik og fyrsta fasa í uppspili. Meiðsli hafa elt Man Utd á röndum það sem af er leiktíð og nær allir leikmenn liðsins verið frá vegna meiðsla á einhverjum tímapunkti. Nú þarf Erik ten Hag að finna lausn á fjarveru Martínez sem og að treysta á að hinir miðverðir liðsins haldist heilir en það hafa þeir ekki gert til þessa á leiktíðinni. Lisandro Martinez has suffered a sprain to medial collateral ligament in his right knee, expected to be out around eight weeks.Big blow given impact of his recent return. But at least initial fears of ACL injury allayed + no surgery.Details #MUFC https://t.co/lhmqYSYwYD— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 5, 2024 Man United hefur unnið síðustu tvö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og er nú í 6. sæti með 38 stig, átta stigum frá Aston Villa í 4. sætinu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og varð fljótt lykilmaður eftir að margur „spekingurinn“ hafði sagt hann of lítinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok síðasta tímabils varð Argentínumaðurinn hins vegar fyrir álagsmeiðslum og þurfti að fara í aðgerð á fæti. Hann sneri til baka í upphafi núverandi tímabils en ljóst var að hann var ekki búinn að ná fullum bata og þurfti aftur að fara undir hnífinn. Hann var orðinn leikfær að jólatörninni lokinni og hafði spilað undanfarna leiki með Man United þegar áfallið reið yfir. Í 3-0 sigri Rauðu djöflanna á West Ham United þá lenti Martínez í því að leikmaður Hamranna féll ofan á hann með þeim afleiðingum að það snerist upp á hné miðvarðarins. Hann var tekinn af velli eftir að hafa augljóslega fundið fyrir miklum sársauka og óttaðist stuðningsfólk Man Utd það versta. Nú hefur komið í ljós að krossböndin eru í lagi en hann tognaði hins vegar á liðböndum í hægra hné og verður frá í átta vikur hið minnsta. Um er að ræða mikið högg en Martínez er allt í öllu hjá Man United, bæði er kemur að varnarleik og fyrsta fasa í uppspili. Meiðsli hafa elt Man Utd á röndum það sem af er leiktíð og nær allir leikmenn liðsins verið frá vegna meiðsla á einhverjum tímapunkti. Nú þarf Erik ten Hag að finna lausn á fjarveru Martínez sem og að treysta á að hinir miðverðir liðsins haldist heilir en það hafa þeir ekki gert til þessa á leiktíðinni. Lisandro Martinez has suffered a sprain to medial collateral ligament in his right knee, expected to be out around eight weeks.Big blow given impact of his recent return. But at least initial fears of ACL injury allayed + no surgery.Details #MUFC https://t.co/lhmqYSYwYD— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 5, 2024 Man United hefur unnið síðustu tvö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og er nú í 6. sæti með 38 stig, átta stigum frá Aston Villa í 4. sætinu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira