Lykilmaður Man United frá í átta vikur hið minnsta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 18:31 Martínez fór beint inn í klefa eftir að vera takinn af velli vegna meiðsla gegn West Ham. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Miðvörðurinn Lisandro Martínez var loks að ná fullum styrk eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla á þessari leiktíð. Nú er ljóst að hann verður frá í átta vikur og munar um minna hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil til þessa. Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og varð fljótt lykilmaður eftir að margur „spekingurinn“ hafði sagt hann of lítinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok síðasta tímabils varð Argentínumaðurinn hins vegar fyrir álagsmeiðslum og þurfti að fara í aðgerð á fæti. Hann sneri til baka í upphafi núverandi tímabils en ljóst var að hann var ekki búinn að ná fullum bata og þurfti aftur að fara undir hnífinn. Hann var orðinn leikfær að jólatörninni lokinni og hafði spilað undanfarna leiki með Man United þegar áfallið reið yfir. Í 3-0 sigri Rauðu djöflanna á West Ham United þá lenti Martínez í því að leikmaður Hamranna féll ofan á hann með þeim afleiðingum að það snerist upp á hné miðvarðarins. Hann var tekinn af velli eftir að hafa augljóslega fundið fyrir miklum sársauka og óttaðist stuðningsfólk Man Utd það versta. Nú hefur komið í ljós að krossböndin eru í lagi en hann tognaði hins vegar á liðböndum í hægra hné og verður frá í átta vikur hið minnsta. Um er að ræða mikið högg en Martínez er allt í öllu hjá Man United, bæði er kemur að varnarleik og fyrsta fasa í uppspili. Meiðsli hafa elt Man Utd á röndum það sem af er leiktíð og nær allir leikmenn liðsins verið frá vegna meiðsla á einhverjum tímapunkti. Nú þarf Erik ten Hag að finna lausn á fjarveru Martínez sem og að treysta á að hinir miðverðir liðsins haldist heilir en það hafa þeir ekki gert til þessa á leiktíðinni. Lisandro Martinez has suffered a sprain to medial collateral ligament in his right knee, expected to be out around eight weeks.Big blow given impact of his recent return. But at least initial fears of ACL injury allayed + no surgery.Details #MUFC https://t.co/lhmqYSYwYD— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 5, 2024 Man United hefur unnið síðustu tvö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og er nú í 6. sæti með 38 stig, átta stigum frá Aston Villa í 4. sætinu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjá meira
Martínez gekk í raðir Man United sumarið 2022 og varð fljótt lykilmaður eftir að margur „spekingurinn“ hafði sagt hann of lítinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok síðasta tímabils varð Argentínumaðurinn hins vegar fyrir álagsmeiðslum og þurfti að fara í aðgerð á fæti. Hann sneri til baka í upphafi núverandi tímabils en ljóst var að hann var ekki búinn að ná fullum bata og þurfti aftur að fara undir hnífinn. Hann var orðinn leikfær að jólatörninni lokinni og hafði spilað undanfarna leiki með Man United þegar áfallið reið yfir. Í 3-0 sigri Rauðu djöflanna á West Ham United þá lenti Martínez í því að leikmaður Hamranna féll ofan á hann með þeim afleiðingum að það snerist upp á hné miðvarðarins. Hann var tekinn af velli eftir að hafa augljóslega fundið fyrir miklum sársauka og óttaðist stuðningsfólk Man Utd það versta. Nú hefur komið í ljós að krossböndin eru í lagi en hann tognaði hins vegar á liðböndum í hægra hné og verður frá í átta vikur hið minnsta. Um er að ræða mikið högg en Martínez er allt í öllu hjá Man United, bæði er kemur að varnarleik og fyrsta fasa í uppspili. Meiðsli hafa elt Man Utd á röndum það sem af er leiktíð og nær allir leikmenn liðsins verið frá vegna meiðsla á einhverjum tímapunkti. Nú þarf Erik ten Hag að finna lausn á fjarveru Martínez sem og að treysta á að hinir miðverðir liðsins haldist heilir en það hafa þeir ekki gert til þessa á leiktíðinni. Lisandro Martinez has suffered a sprain to medial collateral ligament in his right knee, expected to be out around eight weeks.Big blow given impact of his recent return. But at least initial fears of ACL injury allayed + no surgery.Details #MUFC https://t.co/lhmqYSYwYD— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 5, 2024 Man United hefur unnið síðustu tvö leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og er nú í 6. sæti með 38 stig, átta stigum frá Aston Villa í 4. sætinu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjá meira