Svarar gagnrýninni: „Hvenær má maður þá fagna?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 17:00 Martin Ödegaard fagnaði að sumra mati of mikið eftir sigurinn góða gegn Liverpool. Getty/Charlotte Wilson Norðmaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, þvertekur fyrir að hafa farið yfir strikið í fagnaðarlátum eftir sigurinn á toppliði Liverpool, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur Sky Sports, sagði í útsendingu eftir leik að Ödegaard ætti að „koma sér í leikmannagöngin“ í stað þess að fagna úti á velli. Það gerði Ödegaard hins vegar og tók meðal annars ljósmyndir með vél ljósmyndara Arsenal. Sigurinn þýðir að Arsenal er núna tveimur stigum á eftir Liverpool. „Ef að maður má ekki fagna eftir að hafa unnið leik, hvenær má maður þá fagna?“ spurði Ödegaard í viðtali eftir leik. „Við erum ánægðir með sigurinn og við verðum áfram auðmjúkir,“ sagði Ödegaard. Carragher virtist hins vegar alls ekki hrifinn af því að Norðmaðurinn eyddi svona miklum tíma úti á velli til að njóta sigursins. „Farið bara niður í göngin. Þið unnuð leik, þrjú stig, voruð frábærir. Aftur komnir í titilslaginn, farið bara í göngin. Í alvöru talað,“ sagði Carragher. Gary Neville, félagi Carraghers hjá Sky og fyrrverandi leikmaður Manchester United, sagði það merki um „dálítinn skort á þroska“ hvernig Arsenal hefði fagnað. Það væri í anda liðs sem að teldi sig ekki geta klárað dæmið og unnið titilinn. Ödegaard var hins vegar ekki sammála því að hægt væri að fagna of mikið. „Nei, ég held að allir sem að elska fótbolta, og sem skilja fótbolta, viti hvað það var mikils virði að vinna þennan leik. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og búum okkur undir næsta leik, en auðvitað er maður ánægður þegar maður vinnur,“ sagði Ödegaard og bætti við: „Þetta var risaleikur. Bilið hefði getað orðið átta stig og þá væri útlitið allt annað, en við mættum til leiks, og stuðningsmennirnir voru frábærir. Við gerðum þetta öll saman. Þú sérð félagið, hve allir eru sameinaðir, leikmenn starfsliðið, stuðningsmenn, allir. Svo já, það er frábært að sjá.“ Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur Sky Sports, sagði í útsendingu eftir leik að Ödegaard ætti að „koma sér í leikmannagöngin“ í stað þess að fagna úti á velli. Það gerði Ödegaard hins vegar og tók meðal annars ljósmyndir með vél ljósmyndara Arsenal. Sigurinn þýðir að Arsenal er núna tveimur stigum á eftir Liverpool. „Ef að maður má ekki fagna eftir að hafa unnið leik, hvenær má maður þá fagna?“ spurði Ödegaard í viðtali eftir leik. „Við erum ánægðir með sigurinn og við verðum áfram auðmjúkir,“ sagði Ödegaard. Carragher virtist hins vegar alls ekki hrifinn af því að Norðmaðurinn eyddi svona miklum tíma úti á velli til að njóta sigursins. „Farið bara niður í göngin. Þið unnuð leik, þrjú stig, voruð frábærir. Aftur komnir í titilslaginn, farið bara í göngin. Í alvöru talað,“ sagði Carragher. Gary Neville, félagi Carraghers hjá Sky og fyrrverandi leikmaður Manchester United, sagði það merki um „dálítinn skort á þroska“ hvernig Arsenal hefði fagnað. Það væri í anda liðs sem að teldi sig ekki geta klárað dæmið og unnið titilinn. Ödegaard var hins vegar ekki sammála því að hægt væri að fagna of mikið. „Nei, ég held að allir sem að elska fótbolta, og sem skilja fótbolta, viti hvað það var mikils virði að vinna þennan leik. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og búum okkur undir næsta leik, en auðvitað er maður ánægður þegar maður vinnur,“ sagði Ödegaard og bætti við: „Þetta var risaleikur. Bilið hefði getað orðið átta stig og þá væri útlitið allt annað, en við mættum til leiks, og stuðningsmennirnir voru frábærir. Við gerðum þetta öll saman. Þú sérð félagið, hve allir eru sameinaðir, leikmenn starfsliðið, stuðningsmenn, allir. Svo já, það er frábært að sjá.“
Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira