Erlent

„Guð geymi kónginn“

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Friðrik X stendur á svölum Kristjánsborgarhallar.
Friðrik X stendur á svölum Kristjánsborgarhallar. AP/Martin Meissner

Friðrik tíundi er konungur Danmerkur. Formleg krýning hans átti sér stað klukkan eitt á íslenskum tíma þegar Margrét Þórhildur lýsti skrifaði undir afsagnaryfirlýsingu.

Ásamt drottningunni fyrrverandi voru ráðherrar ríkisstjórnarinnar og ríkisráðsritarinn á fundinum þar sem arftakan átti sér stað. Þegar drottningin hafði ritað undir bréfið stóð hún upp úr stólnum sínum og bauð syni sínum Friðriki X Danakonungi sæti sitt.

Áður en að drottningin gekk úr ríkisráðssalnum sagði hún: „Guð geymi kónginn.“

Margrét Þórhildur ritar afsagnarbréfið sitt og gerir son sinn formlega að konungi Danmerkur.AP/Mads Claus Rasmussen

Klukkan 2 á íslenskum tíma gekk Friðrik X Danakonungur ásamt eiginkonu sinni og ráðherrum út á svalir Kristjánsborgarhallar og var hylltur af tugum þúsunda þegna sinna sem samankomnar eru í hallargarði Kristjánsborgar í Kaupmannahöfn.

Það þykir áhugavert að síðast þegar nýr konungur tók við í norrænu ríki var þann 17. janúar 1991 og daginn eftir hófst Heklugos. Í dag tekur Friðrik X við og þá hefst gos í Grindavík.

Margrét Þórhildur Danadrotting sagði af sér í dag en hún hafði verið drottning Danmerkur síðan 14. janúar 1972. Hún hefur þar af leiðandi setið í hásætinu í 52 ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×