Ásamt drottningunni fyrrverandi voru ráðherrar ríkisstjórnarinnar og ríkisráðsritarinn á fundinum þar sem arftakan átti sér stað. Þegar drottningin hafði ritað undir bréfið stóð hún upp úr stólnum sínum og bauð syni sínum Friðriki X Danakonungi sæti sitt.
Áður en að drottningin gekk úr ríkisráðssalnum sagði hún: „Guð geymi kónginn.“

Klukkan 2 á íslenskum tíma gekk Friðrik X Danakonungur ásamt eiginkonu sinni og ráðherrum út á svalir Kristjánsborgarhallar og var hylltur af tugum þúsunda þegna sinna sem samankomnar eru í hallargarði Kristjánsborgar í Kaupmannahöfn.
Það þykir áhugavert að síðast þegar nýr konungur tók við í norrænu ríki var þann 17. janúar 1991 og daginn eftir hófst Heklugos. Í dag tekur Friðrik X við og þá hefst gos í Grindavík.
Margrét Þórhildur Danadrotting sagði af sér í dag en hún hafði verið drottning Danmerkur síðan 14. janúar 1972. Hún hefur þar af leiðandi setið í hásætinu í 52 ár.