Veður

Færri við­varanir í fyrra en oft áður

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þessir tveir létu ekki haustrigninguna stoppa sig.
Þessir tveir létu ekki haustrigninguna stoppa sig. Vísir/Vilhelm

Samtals voru gefnar út 311 viðvaranir af Veðurstofu Íslands árið 2023. Frá árinu 2018 hafa að meðaltali verið gefnar út 380 viðvaranir árlega og var árið í fyrra því heldur undir meðallagi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands

Þar segir að viðvaranirnar hafi dreifst nokkuð jafnt yfir spásvæðin og voru yfirleitt um 25 til 35 viðvaranir gefnar út fyrir hvert spásvæði. 

Undantekningar voru höfuðborgarsvæðið þar sem einungis fimmtán viðvaranir voru gefnar út og á Austurlandi að Glettingi þar sem átján viðvaranir voru gefnar út.

Engar rauðar viðvaranir

Þá segir í tilkynningunni að árið 2023 hafi verið gefnar út 280 gular viðvaranir. Langflestar voru vegna vinds eða hríðar eða 252 talsins og 28 viðvaranir voru vegna snjókomu, rigningar eða asahláku. 

Appelsínugular viðvaranir voru 31 talsins. Þar af voru 22 vegna vinds, sex vegna hríðar en þrjár appelsínugular viðvaranir voru gefnar út „vegna annarra veðurþátta, þ.e. vegna rigningar, snjókomu og asahláku“ og kemur fram að þær hafi allar verið gefnar út fyrir Austfirði. 

Þá var engin rauð viðvörun gefin út síðastliðið ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×