Newcastle bar sigur úr býtum í norðanslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. janúar 2024 14:51 Alexander Isak var sjóðheitur og skoraði tvennu gegn Sunderland James Gill - Danehouse/Getty Images Þriðja umferð elstu bikarkeppni heims, FA bikarsins á Englandi, hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram í hádeginu en hæst bar af 3-0 sigri Newcastle á útivelli gegn Sunderland. Óvænt úrslit litu svo dagsins ljós þegar 6. deildar liðið Maidstone lagði League One (3. deildar) liðið Stevenage af velli. Stórleikur dagsins var sannarlega slagur þessara tveggja erkifjenda frá norðurhluta Englands. Þetta var í fyrsta sinn í nær átta ár sem liðin mætast og mikil eftirvænting ríkti fyrir leik. A derby like no other 👊@SunderlandAFC 🆚 @NUFC#EmiratesFACup pic.twitter.com/pqjNj6JXtY— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Newcastle hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, liðið komst ekki áfram í Meistaradeildinni, hefur verið að glíma við mikil meiðsli og aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Þrátt fyrir allt hafði Newcastle mikla yfirburði í leiknum eins og við var að búast. Miguel Almiron var nálægt því að koma gestunum yfir með glæsimarki í upphafi leiks en skaut rétt framhjá úr bakfallsspyrnu. Almost a stunner for Almiron for @NUFC 🤏#EmiratesFACup pic.twitter.com/JlKsIDKt2M— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Daniel Ballard varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net á 35. mínútu, Alexander Isak tvöfaldaði svo forystu Newcastle strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning Almiron. Isak skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Newcastle úr vítaspyrnu undir lok leiks. Newcastle kom sér með þessum sigri áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslitin. Úrslit hádegisleikja FA bikarsins: Millwall-Leicester 2-3 Sunderland-Newcastle 0-3 Wimbledon-Ipswich 1-3 Coventry-Oxford 6-2 Maidstone-Stevenage 1-0 Óvæntustu úrslit dagsins var 1-0 sigur Maidstone á Stevenage. Þremur deildum munar milli liðanna en þau leika í 6. og 3. efstu deild Englands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Maidstone kemst áfram í fjórðu umferð keppninnar og gleði leikmanna leyndi sér ekki. Scenes in the @maidstoneunited dressing room 🤩#EmiratesFACup pic.twitter.com/XJifNLNgz4— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Tíu fleiri leikir fara fram í ensku bikarkeppninni klukkan 15:00, fjórir leikir til viðbótar eru svo á dagskrá klukkan 17:30. Helst má þar nefna viðureign Arnórs Sigurðssonar og félaga í Blackburn gegn Cambridge í fyrra hollinu og svo viðureignir Chelsea gegn Preston og Aston Villa gegn Middlesborough í seinna hollinu. Fjölmargir leikir í ensku bikarkeppninni eru sýndir í beinni útsendingu á hliðarrásum Stöðvar 2 Sports. Smelltu hér og tryggðu þér áskrift. Enski boltinn Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn áberandi Það er af nógu að taka í beinum útsendingum á stöðvum Stöðvar 2 Sport í dag en enski bikarinn er fyrirferðamikill að þessu sinni. 6. janúar 2024 06:01 Tottenham áfram í bikarnum Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum. 5. janúar 2024 22:00 Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Stórleikur dagsins var sannarlega slagur þessara tveggja erkifjenda frá norðurhluta Englands. Þetta var í fyrsta sinn í nær átta ár sem liðin mætast og mikil eftirvænting ríkti fyrir leik. A derby like no other 👊@SunderlandAFC 🆚 @NUFC#EmiratesFACup pic.twitter.com/pqjNj6JXtY— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Newcastle hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, liðið komst ekki áfram í Meistaradeildinni, hefur verið að glíma við mikil meiðsli og aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Þrátt fyrir allt hafði Newcastle mikla yfirburði í leiknum eins og við var að búast. Miguel Almiron var nálægt því að koma gestunum yfir með glæsimarki í upphafi leiks en skaut rétt framhjá úr bakfallsspyrnu. Almost a stunner for Almiron for @NUFC 🤏#EmiratesFACup pic.twitter.com/JlKsIDKt2M— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Daniel Ballard varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net á 35. mínútu, Alexander Isak tvöfaldaði svo forystu Newcastle strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning Almiron. Isak skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Newcastle úr vítaspyrnu undir lok leiks. Newcastle kom sér með þessum sigri áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslitin. Úrslit hádegisleikja FA bikarsins: Millwall-Leicester 2-3 Sunderland-Newcastle 0-3 Wimbledon-Ipswich 1-3 Coventry-Oxford 6-2 Maidstone-Stevenage 1-0 Óvæntustu úrslit dagsins var 1-0 sigur Maidstone á Stevenage. Þremur deildum munar milli liðanna en þau leika í 6. og 3. efstu deild Englands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Maidstone kemst áfram í fjórðu umferð keppninnar og gleði leikmanna leyndi sér ekki. Scenes in the @maidstoneunited dressing room 🤩#EmiratesFACup pic.twitter.com/XJifNLNgz4— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Tíu fleiri leikir fara fram í ensku bikarkeppninni klukkan 15:00, fjórir leikir til viðbótar eru svo á dagskrá klukkan 17:30. Helst má þar nefna viðureign Arnórs Sigurðssonar og félaga í Blackburn gegn Cambridge í fyrra hollinu og svo viðureignir Chelsea gegn Preston og Aston Villa gegn Middlesborough í seinna hollinu. Fjölmargir leikir í ensku bikarkeppninni eru sýndir í beinni útsendingu á hliðarrásum Stöðvar 2 Sports. Smelltu hér og tryggðu þér áskrift.
Úrslit hádegisleikja FA bikarsins: Millwall-Leicester 2-3 Sunderland-Newcastle 0-3 Wimbledon-Ipswich 1-3 Coventry-Oxford 6-2 Maidstone-Stevenage 1-0
Enski boltinn Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn áberandi Það er af nógu að taka í beinum útsendingum á stöðvum Stöðvar 2 Sport í dag en enski bikarinn er fyrirferðamikill að þessu sinni. 6. janúar 2024 06:01 Tottenham áfram í bikarnum Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum. 5. janúar 2024 22:00 Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Dagskráin í dag: Enski bikarinn áberandi Það er af nógu að taka í beinum útsendingum á stöðvum Stöðvar 2 Sport í dag en enski bikarinn er fyrirferðamikill að þessu sinni. 6. janúar 2024 06:01
Tottenham áfram í bikarnum Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum. 5. janúar 2024 22:00