Tottenham á­fram í bikarnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Pedro Porro fagnar marki sínu af innlifun
Pedro Porro fagnar marki sínu af innlifun Vísir/Getty

Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum.

Heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum en náðu þó aðeins að koma boltanum einu sinni í markið. Það var ekki fyrr en á 78. mínútu sem Tottenham náði að rjúfa varnarmúr Burnley. Þar var á ferðinni Pedro Porro og var það markið sem skildi liðin að.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley í kvöld en hann hefur verið inn og út úr liðinu í vetur vegna meiðsla.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira