Veður

Lægð skilar okkur rigningu eða slydda með köflum

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir að hiti verði á bilinu núll til fimm stig í dag.
Gera má ráð fyrir að hiti verði á bilinu núll til fimm stig í dag. Vísir/Vilhelm

Lægð er nú stödd skammt suðvestur af Reykjanesskaga og mun hún stýra veðrinu á landinu í dag. Lægðin er þó hvorki djúp né kröpp og hljóðar vindaspáin upp á suðaustan og austan fimm til þrettán metra á sekúndu.

Á vef Veðurstofunnar segir að lægðin beini flákum af úrkomu yfir landið og verði því víða rigning eða slydda með köflum, en lítil úrkoma mun ná yfir á Norðurland.

Gera má ráð fyrir að hiti verði á bilinu núll til fimm stig.

„Á morgun fjarlægist lægðin og gliðnar á milli þrýstilína. Þá er spáð austan 3-10 m/s. Bjartviðri nokkuð víða, en búast má við dálitlum éljum á austanverðu landinu. Það frystir inn til landsins, en allvíða frostlaust við strendur.

Að lokum má geta þess að spár gera ráð fyrir að svipað og aðgerðalítið veður haldist áfram til fimmtudags,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Austan og norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 með suðausturströndinni. Dálitlir skúrir eða él á austanverðu landinu, annnars víða bjartviðri. Hiti kringum frostmark.

Á fimmtudag: Norðaustan 5-10. Skýjað með köflum og þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi, en svolítil él austantil landinu. Frost 0 til 8 stig.

Á föstudag: Suðlæg átt með slyddu eða snjókomu og hita kringum frostmark, en þurrt veður austanlands með frosti að 7 stigum.

Á laugardag: Suðlæg eða breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Frost 0 til 10 stig, mest í innsveitum fyrir norðan.

Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir sunnanátt. Skýjað með köflum og þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi, hiti 0 til 5 stig. Léttskýjað norðan- og austanlands og frost 1 til 7 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×