Styrktarþjálfari Liverpool reddaði Söru fundinum með Klopp og Van Dijk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 09:30 Snorri Barón Jónsson og Sara Sigmundsdóttir sjást hérmeð Andreas Kornmayer. @snorribaron Heimir Hallgrímsson og styrktarþjálfari Liverpool komu við sögu þegar við fengum útskýringu á því hvernig ein besta CrossFit kona Íslands fékk aðgengi að knattspyrnustjóra og fyrirliða Liverpool strax eftir stórleikinn við erkifjendurna frá Manchester. Sara Sigmundsdóttir fékk nefnilega að upplifa frábæran dag á Anfield um helgina þótt að úrslitin hafi ekki alveg fallið með Liverpool liðinu. Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður Söru og var með henni í för á leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Sara sagði frá því á sínum miðlum að hún hitti Jürgen Klopp og Virgil van Dijk en Snorri sýndi meira frá ferðinni þeirra á sinni Instagram síðu. Þar kom líka fram að það var Andreas Kornmayer, styrktarþjálfari Liverpool, sem reddaði Söru og Snorra þessum fundi með Klopp og Van Dijk. „Fyrir þremur árum kynntist ég Andreas Kornmayer, aðalstyrktarþjálfara Liverpool þökk sé Heimi Hallgrímssyni, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands. Hann var að kanna betur hugmyndir sínar tengdar CrossFit og þá sérstaklega hvað varðar Söru Sigmundsdóttur. Það varð ekkert úr því að við fórum í samstarf en okkur varð vel til vina og við höfum haldið sambandi síðan þá,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Þar sem að Sara er mikill stuðningsmaður Liverpool þá var það alltaf í spilunum fyrir okkur að fara og hitta Andreas, fara á leik og fá sýnishorn í það hvað hann er að gera þarna. Sú ferð varð loksins að veruleika um helgina og hún var einfaldlega stórkostleg. Bæði upplifunin af bitra andrúmsloftinu á leik erkifjendanna Liverpool and Man Utd en einnig að sá fagmennsku hans með berum aurum. Það var stórfengileg ferð sem við gleymum aldrei,“ skrifaði Snorri. Snorri birti líka með myndir og myndbönd af því þegar þau fengu aðgengi að leiðtogum Liverpool liðsins. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Með því að fletta myndunum er hægt að sjá myndir og myndbönd frá heimsókninni á Anfield. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) Enski boltinn CrossFit Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir fékk nefnilega að upplifa frábæran dag á Anfield um helgina þótt að úrslitin hafi ekki alveg fallið með Liverpool liðinu. Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður Söru og var með henni í för á leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Sara sagði frá því á sínum miðlum að hún hitti Jürgen Klopp og Virgil van Dijk en Snorri sýndi meira frá ferðinni þeirra á sinni Instagram síðu. Þar kom líka fram að það var Andreas Kornmayer, styrktarþjálfari Liverpool, sem reddaði Söru og Snorra þessum fundi með Klopp og Van Dijk. „Fyrir þremur árum kynntist ég Andreas Kornmayer, aðalstyrktarþjálfara Liverpool þökk sé Heimi Hallgrímssyni, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands. Hann var að kanna betur hugmyndir sínar tengdar CrossFit og þá sérstaklega hvað varðar Söru Sigmundsdóttur. Það varð ekkert úr því að við fórum í samstarf en okkur varð vel til vina og við höfum haldið sambandi síðan þá,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Þar sem að Sara er mikill stuðningsmaður Liverpool þá var það alltaf í spilunum fyrir okkur að fara og hitta Andreas, fara á leik og fá sýnishorn í það hvað hann er að gera þarna. Sú ferð varð loksins að veruleika um helgina og hún var einfaldlega stórkostleg. Bæði upplifunin af bitra andrúmsloftinu á leik erkifjendanna Liverpool and Man Utd en einnig að sá fagmennsku hans með berum aurum. Það var stórfengileg ferð sem við gleymum aldrei,“ skrifaði Snorri. Snorri birti líka með myndir og myndbönd af því þegar þau fengu aðgengi að leiðtogum Liverpool liðsins. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Með því að fletta myndunum er hægt að sjá myndir og myndbönd frá heimsókninni á Anfield. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
Enski boltinn CrossFit Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira