Veður

All­hvasst á Vest­fjörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu núll til sex stig að deginum.
Hiti verður á bilinu núll til sex stig að deginum. Vísir/Vilhelm

Hægfara lægð rétt vestur af Skotlandi stýrir veðrinu í dag og gerir Veðurstofan ráð fyrir norðaustan kalda eða stinningskalda en allhvössu á Vestfjörðum.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að það verði él eða skúrir, en yfirleitt bjartviðri sunnan- og vestantil.

Það mun svo draga smám saman úr vindi þegar líður á daginn. Hiti verður á bilinu núll til sex stig að deginum.

„Á morgun gengur önnur lægð suður af landinu til austurs. Þá má búast við austlægri átt, allhvassri syðst, en annars hægari og dálitlar skúrir meðfram suður- og austurströndinni. Áfram verður bjart og þurrt á Vesturlandi,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Vaxandi austlæg átt, 8-13 m/s síðdegis, en 13-18 syðst. Dálitlar skúrir eða él með suður- og austurströndinni, en annars bjart með köflum. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag: Norðaustan 10-18 og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt og bjart á vestanverðu landinu. Hiti víða 2 til 7 stig að deginum.

Á fimmtudag: Norðaustan 5-13 og dálitlar skúrir eða él, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti 1 til 6 stig en heldur kólnandi seinnipartinn.

Á föstudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt, og lítilsháttar væta á víð og dreif. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig norðan- og austantil.

Á laugardag og sunnudag: Suðaustanátt og dálítil rigning eða slydda með köflum, en þurrt að kalla fyrir norðan. Svalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×