Veður

Veðrið gengur niður en hvessir aftur í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Reikna má með að það muni hvessa aftur í nótt.
Reikna má með að það muni hvessa aftur í nótt. Vísir/Vilhelm

Lægðin sem olli vonskuveðrinu hér í gær og nótt fjarlægist nú og stefnir á Noreg. Veðrið gengur því niður í dag, fyrst vestantil á landinu en þó verður enn allhvasst eða hvasst austast seint í dag.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að spáð sé minnkandi norðan- og norðvestanátt, 15 til 25 metrum á sekúnduá Suðaustur- og Austurlandi með morgninum og síðan fari að lægja þar. Mun hægari vindur annars staðar.

Reikna má með dálítilli slyddu eða snjókomu, en þurrt að kalla sunnan- og vestantil. Hiti verður yfirleitt á bilinu núll til fimm stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það muni svo aftur hvessa í nótt og verði norðaustan og norðan 10 til 18 metrar á sekúndu á morgun, en 15 til 23 metrar á sekúndu syðst fram eftir degi. Slydda eða snjókoma með köflum, hiti núll til fimm stig og úrkomulítið suðvestanlands eftir hádegi.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðaustan og norðan 10-18 m/s, en 15-23 syðst fram eftir degi.

Slydda eða snjókoma með köflum, hiti 0 til 5 stig. Þurrt að kalla suðvestanlands síðdegis.

Á föstudag: Norðan 10-18 og él, en úrkomulítið um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi eftir hádegi. Hiti kringum frostmark.

Á laugardag: Vestlæg eða breytileg átt 5-13. Dálítil él og kalt í veðri.

Á sunnudag: Breytileg átt og slydda eða snjókoma norðantil, hiti nálægt frostmarki. Súld eða rigning og mildara á sunnanverðu landinu.

Á mánudag: Austlæg átt og dálítil snjókoma, en úrkomulítið syðra. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag: Útlit fyrir suðaustanátt með hlýnandi veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×