Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Árni Sæberg skrifar 2. október 2023 21:54 Trump tók til máls þegar rétturinn tók hádegishlé í dag. Michael M. Santiago/Getty Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. Réttarhöld í máli á hendur forsetanum fyrrverandi hófust í New York í morgun. Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu í síðustu að hann hefði bakað sér bótaskyldu með því að ljúga til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og platað þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. Dómarinn sagði að hann hefði, auk tveggja sona hans, Donald ygri og Eric, ofmetið virði fyrirtækis síns um allt að 2,2 milljarða dollara sem hefði á móti fært þeim milljónir dollara í sparnað. Málsaðilar, það er að segja verjendur Trumpfeðga og saksóknarinn höfðu farið fram á að dómari myndi úrskurða í málinu áður en réttarhöldin hæfust, en þeim er ætlað að skera úr um hversu háa sekt feðgarnir þurfa að greiða fyrir svindlið. Fer fram á 250 milljóna dala sekt Saksóknarinn Letitia James krefst þess að Trump verði dæmdur til greiðslu 250 milljóna Bandaríkjadala, að honum og sonum hans verði bannað að stunda viðskipti í New York og að honum og fyrirtæki hans verði bannað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Áður en réttarhöldin hófust í morgun sagði Trump við fréttamenn að málið væri sviksamlegt og höfðað sem hluti af pólitískri herferð gegn honum. Þá sagði hann að James, sem er demókrati, væri „spillt manneskja, skelfileg manneskja.“ Þá fór hann ekki fögrum orðum um Arthur Engoron, dómarann í málinu. Hann sagði hann hlutdrægan demókrata sem nýtti málið til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs á næsta ári. „Þetta er dómari sem ætti að svipta lögmannsréttindum. Þetta er dómari sem ætti að setja úr starfi,“ hefur Reuters eftir honum. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53 „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13 Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Réttarhöld í máli á hendur forsetanum fyrrverandi hófust í New York í morgun. Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu í síðustu að hann hefði bakað sér bótaskyldu með því að ljúga til um ríkidæmi sitt í fjölmörgum tilvikum og platað þannig banka og tryggingafyrirtæki á löngu tímabili, eða frá árinu 2011 til 2021. Dómarinn sagði að hann hefði, auk tveggja sona hans, Donald ygri og Eric, ofmetið virði fyrirtækis síns um allt að 2,2 milljarða dollara sem hefði á móti fært þeim milljónir dollara í sparnað. Málsaðilar, það er að segja verjendur Trumpfeðga og saksóknarinn höfðu farið fram á að dómari myndi úrskurða í málinu áður en réttarhöldin hæfust, en þeim er ætlað að skera úr um hversu háa sekt feðgarnir þurfa að greiða fyrir svindlið. Fer fram á 250 milljóna dala sekt Saksóknarinn Letitia James krefst þess að Trump verði dæmdur til greiðslu 250 milljóna Bandaríkjadala, að honum og sonum hans verði bannað að stunda viðskipti í New York og að honum og fyrirtæki hans verði bannað að sýsla með fasteignir í ríkinu í fimm ár. Áður en réttarhöldin hófust í morgun sagði Trump við fréttamenn að málið væri sviksamlegt og höfðað sem hluti af pólitískri herferð gegn honum. Þá sagði hann að James, sem er demókrati, væri „spillt manneskja, skelfileg manneskja.“ Þá fór hann ekki fögrum orðum um Arthur Engoron, dómarann í málinu. Hann sagði hann hlutdrægan demókrata sem nýtti málið til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs á næsta ári. „Þetta er dómari sem ætti að svipta lögmannsréttindum. Þetta er dómari sem ætti að setja úr starfi,“ hefur Reuters eftir honum.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53 „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13 Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Vill að dómarinn stígi til hliðar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps. 11. september 2023 22:53
„Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13
Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39