Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 13:39 Þrátt fyrir að ákæra Trump í Georgíu sé hans fjórða er hún sú fyrsta þar sem tekin hefur verið svokölluð fangamynd af honum. AP Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. Forsetaframbjóðandinn var formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta á fimmtudaginn. Hann er auk átján bandamanna ákærður vegna tilraunar þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu áður en hann yfirgaf ríkið með einkaþotu sinni. Hann var skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar að hæð. Vissar efasemdir hafa verið á lofti um hvort þær upplýsingar séu réttar. Kosningaskrifstofa Trump hefur nú gefið út að 7,1 milljón dala hefur safnast vegna myndarinnar sem tekin var af Trump í tukthúsinu. Sú upphæð jafngildir tæpum milljarði króna, eða um 940 milljónum. Skrifstofan hefur nú selt stuttermaboli og bolla sem fangamynd forsetans fyrrverandi prýðir. Á varningum stendur „Aldrei gefast upp.“ Trump campaign sells mugshot merch https://t.co/dwBfmD2JYD pic.twitter.com/wqXlPaMo39— New York Post (@nypost) August 25, 2023 Trump stendur frammi fyrir þremur öðrum ákærum. Hann er ákærður í Washington-borg fyrir aðild sína að innrásinni í þinghúsið í janúar 2021. Í New York hefur umdæmissaksóknari ákært hann fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu og í Flórída sætir hann alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Meira en hálfur milljarður á sólarhring Stuðningsmenn Trump virðast hafa aukið stuðning sinn við forsetaframbjóðandann í kjölfar ákæra hans en tuttugu milljónir Bandaríkjadala söfnuðust á þremur vikum eftir að hann fékk á sig ákærurnar í Georgíu og Washington-borg. Þá söfnuðust um 4,2 milljónir dala í kosningasjóðinn fyrsta sólarhringinn eftir handtöku Trumps á fimmtudag, eða meira en hálfur milljarður króna. Það er hæsta upphæð sem safnast hefur í sjóðinn á einum sólarhring. Fjárveitingar til forsetaframbjóðandans jukust til muna í lok mars á þessu ári eftir ákæru hans fyrir mútugreiðslurnar í New York. Á fyrstu tveimur vikunum eftir að ákæran var lögð fram safnaðist næstum jafn mikill peningur í kosningasjóð Trump og hafði safnast fyrstu þrjá mánuði ársins. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02 Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. 24. ágúst 2023 18:47 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn var formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta á fimmtudaginn. Hann er auk átján bandamanna ákærður vegna tilraunar þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíuríki árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu áður en hann yfirgaf ríkið með einkaþotu sinni. Hann var skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentímetrar að hæð. Vissar efasemdir hafa verið á lofti um hvort þær upplýsingar séu réttar. Kosningaskrifstofa Trump hefur nú gefið út að 7,1 milljón dala hefur safnast vegna myndarinnar sem tekin var af Trump í tukthúsinu. Sú upphæð jafngildir tæpum milljarði króna, eða um 940 milljónum. Skrifstofan hefur nú selt stuttermaboli og bolla sem fangamynd forsetans fyrrverandi prýðir. Á varningum stendur „Aldrei gefast upp.“ Trump campaign sells mugshot merch https://t.co/dwBfmD2JYD pic.twitter.com/wqXlPaMo39— New York Post (@nypost) August 25, 2023 Trump stendur frammi fyrir þremur öðrum ákærum. Hann er ákærður í Washington-borg fyrir aðild sína að innrásinni í þinghúsið í janúar 2021. Í New York hefur umdæmissaksóknari ákært hann fyrir mútugreiðslur til klámstjörnu og í Flórída sætir hann alríkisákæru fyrir misferli með ríkisleyndarmál. Meira en hálfur milljarður á sólarhring Stuðningsmenn Trump virðast hafa aukið stuðning sinn við forsetaframbjóðandann í kjölfar ákæra hans en tuttugu milljónir Bandaríkjadala söfnuðust á þremur vikum eftir að hann fékk á sig ákærurnar í Georgíu og Washington-borg. Þá söfnuðust um 4,2 milljónir dala í kosningasjóðinn fyrsta sólarhringinn eftir handtöku Trumps á fimmtudag, eða meira en hálfur milljarður króna. Það er hæsta upphæð sem safnast hefur í sjóðinn á einum sólarhring. Fjárveitingar til forsetaframbjóðandans jukust til muna í lok mars á þessu ári eftir ákæru hans fyrir mútugreiðslurnar í New York. Á fyrstu tveimur vikunum eftir að ákæran var lögð fram safnaðist næstum jafn mikill peningur í kosningasjóð Trump og hafði safnast fyrstu þrjá mánuði ársins.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02 Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. 24. ágúst 2023 18:47 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Trump handtekinn í tugthúsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020. 25. ágúst 2023 00:02
Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. 24. ágúst 2023 18:47