Verðugt verkefni í vallarmálum: „Það vinnur ekkert með okkur í þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. október 2023 20:01 Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, á verðugt verkefni fyrir höndum. Vísir/Einar Breiðablik spilar sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Mikið umstang fylgir verkefni þeirra grænklæddu, þá sérstaklega fyrir vallarstarfsfólk Laugardalsvallar sem þarf að gæta þess að grasið sé grænt langt fram á vetur. Blikar spila sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeildinni á fimmtudag og fara leikir liðsins fram á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA. Síðasti heimaleikur Blika er seint í nóvember og því mikið starf fram undan að halda grasinu góðu langt inn í íslenskan vetur. „Við þurfum að halda honum á lífi og reyna að búa til smá sprettu í honum, og koma í veg fyrir að hann frjósi svo hann verði spilhæfur hérna í nóvember,“ „Besta leiðin er undirhiti en því miður höfum við hann ekki í dag. Það hefði verið besta lausnin,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Aðstæðurnar erfiðar Farið er að hausta og því vöxtur vallarins gott sem búinn í ár. Viðhaldsvinna fremur en ræktun er fram undan. „Gróandinn og sprettan eru að minnka. Núna erum við aðallega að koma í veg fyrir að hann skemmist. Við erum að dúndra fræjum út og vona að þau spíri. Það er að hægjast á öllu núna með næturfrosti, það kólnar og meira myrkur. Það er ekkert með okkur í þessu en við munum gera okkar besta fyrir Blikana í nóvember,“ Heljarinnar vinna er því fram undan hjá vallarstarfsfólki að halda vellinum við svo langt inn í veturinn. En hvaða búnaður er notaður til verksins? „Það eru til nokkrar aðferðir en við höfum reynslu af svona hitapulsu sem við notuðum 2013 og árið 2020 þegar við áttum að fara í umspil hérna í mars. Við höfum verið í sambandi við það fyrirtæki og þeir eru reiðubúnir að koma inn í þetta verkefni með okkur,“ „Vonandi þurfum við ekki að nota hana og vonandi verður nóvember blíður við okkur, verður hlýr og góður,“ segir Kristinn. En hver er kostnaðurinn af slíku? „Öllu fylgir þessu kostnaður. Þetta er ekkert frítt, við erum að leigja þetta en vonandi náum við að nýta þennan búnað til þess að völlurinn verði leikfær.“ „Kostnaðurinn skiptir einhverjum milljónum en það er svo sem ekki mitt að hugsa um þann kostnað.“ segir Kristinn. Laugardalsvöllur KSÍ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Blikar spila sinn fyrsta heimaleik í Sambandsdeildinni á fimmtudag og fara leikir liðsins fram á Laugardalsvelli þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA. Síðasti heimaleikur Blika er seint í nóvember og því mikið starf fram undan að halda grasinu góðu langt inn í íslenskan vetur. „Við þurfum að halda honum á lífi og reyna að búa til smá sprettu í honum, og koma í veg fyrir að hann frjósi svo hann verði spilhæfur hérna í nóvember,“ „Besta leiðin er undirhiti en því miður höfum við hann ekki í dag. Það hefði verið besta lausnin,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Aðstæðurnar erfiðar Farið er að hausta og því vöxtur vallarins gott sem búinn í ár. Viðhaldsvinna fremur en ræktun er fram undan. „Gróandinn og sprettan eru að minnka. Núna erum við aðallega að koma í veg fyrir að hann skemmist. Við erum að dúndra fræjum út og vona að þau spíri. Það er að hægjast á öllu núna með næturfrosti, það kólnar og meira myrkur. Það er ekkert með okkur í þessu en við munum gera okkar besta fyrir Blikana í nóvember,“ Heljarinnar vinna er því fram undan hjá vallarstarfsfólki að halda vellinum við svo langt inn í veturinn. En hvaða búnaður er notaður til verksins? „Það eru til nokkrar aðferðir en við höfum reynslu af svona hitapulsu sem við notuðum 2013 og árið 2020 þegar við áttum að fara í umspil hérna í mars. Við höfum verið í sambandi við það fyrirtæki og þeir eru reiðubúnir að koma inn í þetta verkefni með okkur,“ „Vonandi þurfum við ekki að nota hana og vonandi verður nóvember blíður við okkur, verður hlýr og góður,“ segir Kristinn. En hver er kostnaðurinn af slíku? „Öllu fylgir þessu kostnaður. Þetta er ekkert frítt, við erum að leigja þetta en vonandi náum við að nýta þennan búnað til þess að völlurinn verði leikfær.“ „Kostnaðurinn skiptir einhverjum milljónum en það er svo sem ekki mitt að hugsa um þann kostnað.“ segir Kristinn.
Laugardalsvöllur KSÍ Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira