VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. október 2023 10:00 Luis Diaz skoraði fyrsta mark leiks Liverpool og Tottenham í gær en það var dæmt af. Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. Tottenham vann Liverpool 2-1 á heimavelli í gær í leik þar sem tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Þegar staðan var enn markalaus í fyrri hálfleik og aðeins eitt rautt spjald var farið á loft tókst Luis Diaz að koma gestunum frá Liverpool yfir. Sjá má í endursýningu að markið var með öllu löglegt en línuvörður á vellinum flaggaði leikmanninn rangstæðan. Dómarasamtökin sendu frá sér yfirlýsingu strax eftir leik þar sem viðurkennt var að mistök hefðu átt sér stað, dómarar í VAR herberginu hefðu átt að stíga inn og leyfa markið. Nú er hins vegar komin sú flétta í málið að Darren England, VAR dómari leiksins, hélt að markið hefði staðið. Þ.e.a.s. hann vissi ekki að línuvörðurinn hefði dæmt rangstöðu og stóð í þeirri trú að Liverpool væri búið að skora og ekkert meir þyrfti um það að segja. PGMOL now saying lines were drawn, checking protocol was carried out correctly, but Darren England lost sight of the on-field decision thinking a goal had been given and thus upheld it with a quick ‘check complete’.This makes things way worse because when the goal subsequently… pic.twitter.com/wfRjKKBtsL— Ben Jacobs (@JacobsBen) September 30, 2023 Hann sendi því skilaboð niður á völl að búið væri að skoða atvikið og leikur ætti að halda áfram. Það er algjörlega óljóst hvers vegna hann ákvað ekki að stöðva leikinn strax og hann áttaði sig á mistökum sínum, eða hvort hann hafi ekki leyfi til þess að leiðrétta mistök strax eftir á. Í reglugerðinni segir að VAR má ekki stöðva leik nema um sé að ræða mistök þar sem vitlaus leikmaður fékk spjald eða mögulegt rautt spjald vegna brots sem dómari missti af. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Tottenham vann Liverpool 2-1 á heimavelli í gær í leik þar sem tvö rauð spjöld litu dagsins ljós og sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Þegar staðan var enn markalaus í fyrri hálfleik og aðeins eitt rautt spjald var farið á loft tókst Luis Diaz að koma gestunum frá Liverpool yfir. Sjá má í endursýningu að markið var með öllu löglegt en línuvörður á vellinum flaggaði leikmanninn rangstæðan. Dómarasamtökin sendu frá sér yfirlýsingu strax eftir leik þar sem viðurkennt var að mistök hefðu átt sér stað, dómarar í VAR herberginu hefðu átt að stíga inn og leyfa markið. Nú er hins vegar komin sú flétta í málið að Darren England, VAR dómari leiksins, hélt að markið hefði staðið. Þ.e.a.s. hann vissi ekki að línuvörðurinn hefði dæmt rangstöðu og stóð í þeirri trú að Liverpool væri búið að skora og ekkert meir þyrfti um það að segja. PGMOL now saying lines were drawn, checking protocol was carried out correctly, but Darren England lost sight of the on-field decision thinking a goal had been given and thus upheld it with a quick ‘check complete’.This makes things way worse because when the goal subsequently… pic.twitter.com/wfRjKKBtsL— Ben Jacobs (@JacobsBen) September 30, 2023 Hann sendi því skilaboð niður á völl að búið væri að skoða atvikið og leikur ætti að halda áfram. Það er algjörlega óljóst hvers vegna hann ákvað ekki að stöðva leikinn strax og hann áttaði sig á mistökum sínum, eða hvort hann hafi ekki leyfi til þess að leiðrétta mistök strax eftir á. Í reglugerðinni segir að VAR má ekki stöðva leik nema um sé að ræða mistök þar sem vitlaus leikmaður fékk spjald eða mögulegt rautt spjald vegna brots sem dómari missti af.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45