Tveir til viðbótar látnir í flóðunum í Grikklandi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. september 2023 19:49 Mikið tjón hefur orðið í borginni Volos vegna flóðanna. EPA Þrír eru látnir og fjögurra er enn saknað eftir að gríðarmikil flóð urðu víðsvegar um Grikkland vegna óveðursins Daniel sem nú ríður yfir landið. Skógareldar hafa leikið grísku þjóðina grátt í allt sumar og ekkert lát virðist vera á hamförum í landinu. Óveðrið hefur ollið skriðuföllum, brýr og rafmagnsstaurar, auk annarra innviða, hafa eyðilagst. Einungis nokkrir dagar eru síðan skógareldum, sem urðu minnst tuttugu manns að bana, lauk. Á þriðjudag lét einn maður lífið eftir að veggur féll á hann í borginni Volos. Andlát hans hefur verið rakið til flóðanna. Síðan þá hafa minnst tveir til viðbótar látist í flóðunum. Fjögurra er enn saknað að sögn loftslags- og varnarmálaráðherra Grikklands, Vassilis Kikilias. Hann segir hundruði björgunarmanna vera við störf vegna flóðanna sem orðið hafa víðs vegar um landið. Í frétt Reuters segir að lík gamallar konu hafi fundist í sjávarþorpi nálægi Volos í dag. Síðar hafi karlmaður orðið fyrir bifreið í borginni Karditsa með þeim afleiðingum að hann lést. Óveðrið, auk gróðureldanna, hefur haft í för með sér tilheyrandi tjón fyrir ferðaþjónustuna en rúmur mánuður er eftir af háannatíma ferðamanna í landinu. Breska ferðaskrifstofan Jet2 tilkynnti í dag að öllum flugferðum til landsins yrði aflýst til 12. september vegna veðursins. Þá hafði félagið þegar aflýst sex flugferðum til Grikklands. Búist er við að draga muni úr veðrinu í fyrsta lagi í morgun. Grikkland Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23. ágúst 2023 07:32 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira
Skógareldar hafa leikið grísku þjóðina grátt í allt sumar og ekkert lát virðist vera á hamförum í landinu. Óveðrið hefur ollið skriðuföllum, brýr og rafmagnsstaurar, auk annarra innviða, hafa eyðilagst. Einungis nokkrir dagar eru síðan skógareldum, sem urðu minnst tuttugu manns að bana, lauk. Á þriðjudag lét einn maður lífið eftir að veggur féll á hann í borginni Volos. Andlát hans hefur verið rakið til flóðanna. Síðan þá hafa minnst tveir til viðbótar látist í flóðunum. Fjögurra er enn saknað að sögn loftslags- og varnarmálaráðherra Grikklands, Vassilis Kikilias. Hann segir hundruði björgunarmanna vera við störf vegna flóðanna sem orðið hafa víðs vegar um landið. Í frétt Reuters segir að lík gamallar konu hafi fundist í sjávarþorpi nálægi Volos í dag. Síðar hafi karlmaður orðið fyrir bifreið í borginni Karditsa með þeim afleiðingum að hann lést. Óveðrið, auk gróðureldanna, hefur haft í för með sér tilheyrandi tjón fyrir ferðaþjónustuna en rúmur mánuður er eftir af háannatíma ferðamanna í landinu. Breska ferðaskrifstofan Jet2 tilkynnti í dag að öllum flugferðum til landsins yrði aflýst til 12. september vegna veðursins. Þá hafði félagið þegar aflýst sex flugferðum til Grikklands. Búist er við að draga muni úr veðrinu í fyrsta lagi í morgun.
Grikkland Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23. ágúst 2023 07:32 Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira
Átján lík fundust á víðavangi eftir gróðurelda í Grikklandi Átján fundust látnir við kofa nærri þorpinu Avantas, skammt frá borginni Alexandroupolis á Grikklandi, við eftirlit slökkviliðsmanna eftir að gróðureldar fóru um svæðið. 23. ágúst 2023 07:32
Þúsundir ferðamanna flýja Grikkland Þúsundir ferðamanna reyna að komast heim til sín frá Ródos-eyju í Grikklandi vegna stjórnlausra skógarelda þar. Eldar loga á tugum staða í Grikklandi og hefur fjöldi ríkja sent Grikkjum aðstoð undanfarna daga. 24. júlí 2023 19:40