Í sumar sagði Gabriela Cavallin að Antony hefði beitt hana heimilisofbeldi þegar þau voru saman. Þá voru talin upp fjögur atvik, þar á meðal eitt þegar Gabriela var ólétt af barni þeirra. Hún missti fóstrið og parið fyrrverandi á því ekki barn saman.
Acusado de violência doméstica, Antony é investigado pela políciahttps://t.co/5WtCnYLVfN
— Folha de S.Paulo (@folha) September 4, 2023
Í dag, mánudag, birti brasilíska fréttaveitan UOL frekari sönnunargögn sem styðja við frásögn Gabrielu. Þar á meðal eru skjáskot af samtölum þeirra á milli á samfélagsmiðlinum WhatsApp sem og myndir af meiðslum sem Antony olli.
Á hann að hafa ráðist að henni í júní á síðasta ári þegar hún var ólétt. Antony ku hafa gert það í bifreið sem og hann hótaði að henda Gabrielu út úr bifreiðinni þegar hún var á ógnarhraða. Síðan í janúar á þessu ári á hann að hafa ráðist á hana sem leiddi til þess að hún fékk skurð á höfuðið og sílíkonpúði í öðru brjósti hennar færðist úr stað.
Að lokum átti sér stað atvik í maí á þessu ári sem endaði með því að Gabriela slasaðist á fingri. Í kjölfarið ákvað hún að fara frá Antony og skömmu síðar ákvað hún að opinbera í fjölmiðlum hvað gekk á meðan þau voru saman.
„Ég var mjög hrifin í upphafi sambands okkar. Á þessum lokadegi, þann 8. maí, var ég það hrædd að ég vissi ekki hvort ég kæmist út úr húsinu,“ sagði Gabriela um lok sambandsins.
#MUFC winger Antony is being investigated by Greater Manchester Police over claims he attacked his former girlfriend. Antony denies any wrongdoing. GMP statement in here https://t.co/vSs51HUcBL
— James Ducker (@TelegraphDucker) September 4, 2023
Antony neitar sök. Talsmenn hans vildu ekki tjá sig þegar UOL hafði samband. Manchester United tók í sama streng þegar Daily Mail hafði samband við félagið.