Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 08:58 Horfur Úkraínumanna í gagnsókn þeirra eru dökkar um þessar mundir. AP/Libkos Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. Úkraínskir hermenn sækja nú í átt að Melitopol frá bænum Robotyne sem er rúma áttatíu kílómetra frá borginni. Bandaríska leyniþjónustan telur að sókn Úkraínumanna eigi eftir að stöðvast nokkra kílómetra fyrir utan Melitopol, samkvæmt heimildum Washington Post. Melitopol nærri Asóvshafi hefur mikla hernaðarlega þýðingu. Borgin er tengd við tvær mikilvægar hraðbrautir og járnbrautarspor sem gerir rússneska innrásarliðinu kleift að flra hermenn og vistir frá Krímskaga til annarra hersetinna svæða í sunnanverðri Úkraínu. Eitt helsta markmið gagnsóknarinnar er að rjúfa landbrú sem tengir Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Verjast af hörku með jarðsprengjum og skotgrafarhernaði Mat leyniþjónustunnar er meðal annars sagt byggja á þeirri hörku sem Rússar hafi sýnt í að verja hertekin svæði með jarðsprengjum og skotgröfum. Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli þrátt fyrir nýjan búnað frá vestrænum ríkjum, þar á meðal bandaríska brynvarða bíla, þýska skriðdreka og sérhæfð farartæki sem eiga að fjarlægja jarðsprengjur. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, viðurkenndi að gagnsókninni hefði miðað hægt en staðhæfði að Úkraínumenn gæfust ekki upp fyrr en þeir hefðu endurheimt allt það landsvæði sem Rússar hefðu sölsað undir sig. „Okkur er sama hversu langan tíma það tekur,“ sagði Kuleba á fimmtudag. Washington Post segir að ef markmiðið um að loka leið Rússa að Krímskaga tekst ekki geti það leitt til deilna á milli úkraínskra stjórnvalda og vestrænna bakhjarla þeirra sem hafa varið milljörðum dollara í hernaðaraðstoð og naflaskoðunar um hvers vegna árangurinn af gagnsókninni hefur ekki orðið meiri en raun ber vitni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Úkraínskir hermenn sækja nú í átt að Melitopol frá bænum Robotyne sem er rúma áttatíu kílómetra frá borginni. Bandaríska leyniþjónustan telur að sókn Úkraínumanna eigi eftir að stöðvast nokkra kílómetra fyrir utan Melitopol, samkvæmt heimildum Washington Post. Melitopol nærri Asóvshafi hefur mikla hernaðarlega þýðingu. Borgin er tengd við tvær mikilvægar hraðbrautir og járnbrautarspor sem gerir rússneska innrásarliðinu kleift að flra hermenn og vistir frá Krímskaga til annarra hersetinna svæða í sunnanverðri Úkraínu. Eitt helsta markmið gagnsóknarinnar er að rjúfa landbrú sem tengir Rússland við Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Verjast af hörku með jarðsprengjum og skotgrafarhernaði Mat leyniþjónustunnar er meðal annars sagt byggja á þeirri hörku sem Rússar hafi sýnt í að verja hertekin svæði með jarðsprengjum og skotgröfum. Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli þrátt fyrir nýjan búnað frá vestrænum ríkjum, þar á meðal bandaríska brynvarða bíla, þýska skriðdreka og sérhæfð farartæki sem eiga að fjarlægja jarðsprengjur. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, viðurkenndi að gagnsókninni hefði miðað hægt en staðhæfði að Úkraínumenn gæfust ekki upp fyrr en þeir hefðu endurheimt allt það landsvæði sem Rússar hefðu sölsað undir sig. „Okkur er sama hversu langan tíma það tekur,“ sagði Kuleba á fimmtudag. Washington Post segir að ef markmiðið um að loka leið Rússa að Krímskaga tekst ekki geti það leitt til deilna á milli úkraínskra stjórnvalda og vestrænna bakhjarla þeirra sem hafa varið milljörðum dollara í hernaðaraðstoð og naflaskoðunar um hvers vegna árangurinn af gagnsókninni hefur ekki orðið meiri en raun ber vitni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira