Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2023 23:31 Þýskir og litháenskir hermenn á æfingu í Litháen í sumar. EPA/VALDA KALNINA Ráðamenn í Þýskalandi telja að innan nokkurra ára verði þeir með best búnu herdeildir (e. Division) innan Atlantshafsbandalagsins, að Bandaríkjunum undanskildum. Yfirmaður þýska hersins segist vongóður að fyrsta nýja herdeild Þjóðverja verði klár fyrir árið 2025. Eins og er, búa Þjóðverjar ekki yfir einni virkri herdeild, samkvæmt stuðlum NATO, sem er tilbúin til átaka. Um er að ræða herdeildir, sem á ensku kallast Division, og eru skipaðar um og yfir tuttugu þúsund hermönnum. Samkvæmt Reuters vilja Þjóðverjar byggja upp aðra herdeild fyrir árið 2027. Í sameiningu við Hollendinga ætla Þjóðverjar þó fyrst að mynda nokkur vélbúin stórfylki en slíkar hersveitir eru skipaðar allt að fimm þúsund mönnum. Margar þjóðir Evrópu eiga nú í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu sem hófst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti skömmu eftir innrásina að til stæði að fara í mikla hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum hafa lengi gagnrýnt ríki Evrópu fyrir að leggja ekki nægilega mikið fé til varnarmála en viðmið NATO segja að aðildarríki eigi að verja minnst tveimur prósentum landsframleiðslu til varnarmála. Ráðamenn í Evrópu hafa margir komist að því að vopnabúr ríkja þeirra hafa verið vanhirt og framleiðslugeta þeirra á hergögnum og skotfærum er ekki nægilega góð fyrir svokölluð jafningjaátök, eða það þegar ríki af sambærilegri stærð berjast sín á milli. Þjóðverjar stefna á að vera komnir í prósentin tvö strax á næsta ári. Alfons Mais, yfirmaður þýska hersins segir í viðtali við Reuters að erfitt verði að útvega þessum nýju hersveitum skotfæri. Það sé að hluta til vegna þess að Vesturlönd hafa sent gífurlegt magn skotfæra til Úkraínu og framleiðsla þeirra heldur ekki í við það hve hratt þeim er skotið í átökunum í Úkraínu. Búið er að ganga mjög á skotfærageymslur Evrópu til að senda skotfæri, og þá sérstaklega sprengikúlur fyrir stórskotalið, til Úkraínu. Forsvarsmenn þýska vopnafyrirtækisins Rheinmetall eru meðal þeirra sem hafa reynt að auka framleiðslugetu og vinna þeir meðal annars að því að byggja nýja skotfæraverksmiðju. Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Eins og Mais viðurkennir í áðurnefndu viðtali hefur framleiðslugeta Evrópu á skotfærum dregist verulega saman. „Þú kaupir skotfæri ekki út í byggingavöruverslun. Framleiðslugeta hefur dregist mjög saman,“ sagði Mais. Hann sagði öll ríki NATO eiga í þessum vandræðum en að svo stöddu væri mikilvægara að standa við bakið á Úkraínumönnum en að byggja upp nýjar hersveitir. Þýskaland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Eins og er, búa Þjóðverjar ekki yfir einni virkri herdeild, samkvæmt stuðlum NATO, sem er tilbúin til átaka. Um er að ræða herdeildir, sem á ensku kallast Division, og eru skipaðar um og yfir tuttugu þúsund hermönnum. Samkvæmt Reuters vilja Þjóðverjar byggja upp aðra herdeild fyrir árið 2027. Í sameiningu við Hollendinga ætla Þjóðverjar þó fyrst að mynda nokkur vélbúin stórfylki en slíkar hersveitir eru skipaðar allt að fimm þúsund mönnum. Margar þjóðir Evrópu eiga nú í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu sem hófst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti skömmu eftir innrásina að til stæði að fara í mikla hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum hafa lengi gagnrýnt ríki Evrópu fyrir að leggja ekki nægilega mikið fé til varnarmála en viðmið NATO segja að aðildarríki eigi að verja minnst tveimur prósentum landsframleiðslu til varnarmála. Ráðamenn í Evrópu hafa margir komist að því að vopnabúr ríkja þeirra hafa verið vanhirt og framleiðslugeta þeirra á hergögnum og skotfærum er ekki nægilega góð fyrir svokölluð jafningjaátök, eða það þegar ríki af sambærilegri stærð berjast sín á milli. Þjóðverjar stefna á að vera komnir í prósentin tvö strax á næsta ári. Alfons Mais, yfirmaður þýska hersins segir í viðtali við Reuters að erfitt verði að útvega þessum nýju hersveitum skotfæri. Það sé að hluta til vegna þess að Vesturlönd hafa sent gífurlegt magn skotfæra til Úkraínu og framleiðsla þeirra heldur ekki í við það hve hratt þeim er skotið í átökunum í Úkraínu. Búið er að ganga mjög á skotfærageymslur Evrópu til að senda skotfæri, og þá sérstaklega sprengikúlur fyrir stórskotalið, til Úkraínu. Forsvarsmenn þýska vopnafyrirtækisins Rheinmetall eru meðal þeirra sem hafa reynt að auka framleiðslugetu og vinna þeir meðal annars að því að byggja nýja skotfæraverksmiðju. Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Eins og Mais viðurkennir í áðurnefndu viðtali hefur framleiðslugeta Evrópu á skotfærum dregist verulega saman. „Þú kaupir skotfæri ekki út í byggingavöruverslun. Framleiðslugeta hefur dregist mjög saman,“ sagði Mais. Hann sagði öll ríki NATO eiga í þessum vandræðum en að svo stöddu væri mikilvægara að standa við bakið á Úkraínumönnum en að byggja upp nýjar hersveitir.
Þýskaland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
„Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35
Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41
Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56