Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 17. júlí 2023 23:31 Þýskir og litháenskir hermenn á æfingu í Litháen í sumar. EPA/VALDA KALNINA Ráðamenn í Þýskalandi telja að innan nokkurra ára verði þeir með best búnu herdeildir (e. Division) innan Atlantshafsbandalagsins, að Bandaríkjunum undanskildum. Yfirmaður þýska hersins segist vongóður að fyrsta nýja herdeild Þjóðverja verði klár fyrir árið 2025. Eins og er, búa Þjóðverjar ekki yfir einni virkri herdeild, samkvæmt stuðlum NATO, sem er tilbúin til átaka. Um er að ræða herdeildir, sem á ensku kallast Division, og eru skipaðar um og yfir tuttugu þúsund hermönnum. Samkvæmt Reuters vilja Þjóðverjar byggja upp aðra herdeild fyrir árið 2027. Í sameiningu við Hollendinga ætla Þjóðverjar þó fyrst að mynda nokkur vélbúin stórfylki en slíkar hersveitir eru skipaðar allt að fimm þúsund mönnum. Margar þjóðir Evrópu eiga nú í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu sem hófst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti skömmu eftir innrásina að til stæði að fara í mikla hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum hafa lengi gagnrýnt ríki Evrópu fyrir að leggja ekki nægilega mikið fé til varnarmála en viðmið NATO segja að aðildarríki eigi að verja minnst tveimur prósentum landsframleiðslu til varnarmála. Ráðamenn í Evrópu hafa margir komist að því að vopnabúr ríkja þeirra hafa verið vanhirt og framleiðslugeta þeirra á hergögnum og skotfærum er ekki nægilega góð fyrir svokölluð jafningjaátök, eða það þegar ríki af sambærilegri stærð berjast sín á milli. Þjóðverjar stefna á að vera komnir í prósentin tvö strax á næsta ári. Alfons Mais, yfirmaður þýska hersins segir í viðtali við Reuters að erfitt verði að útvega þessum nýju hersveitum skotfæri. Það sé að hluta til vegna þess að Vesturlönd hafa sent gífurlegt magn skotfæra til Úkraínu og framleiðsla þeirra heldur ekki í við það hve hratt þeim er skotið í átökunum í Úkraínu. Búið er að ganga mjög á skotfærageymslur Evrópu til að senda skotfæri, og þá sérstaklega sprengikúlur fyrir stórskotalið, til Úkraínu. Forsvarsmenn þýska vopnafyrirtækisins Rheinmetall eru meðal þeirra sem hafa reynt að auka framleiðslugetu og vinna þeir meðal annars að því að byggja nýja skotfæraverksmiðju. Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Eins og Mais viðurkennir í áðurnefndu viðtali hefur framleiðslugeta Evrópu á skotfærum dregist verulega saman. „Þú kaupir skotfæri ekki út í byggingavöruverslun. Framleiðslugeta hefur dregist mjög saman,“ sagði Mais. Hann sagði öll ríki NATO eiga í þessum vandræðum en að svo stöddu væri mikilvægara að standa við bakið á Úkraínumönnum en að byggja upp nýjar hersveitir. Þýskaland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Eins og er, búa Þjóðverjar ekki yfir einni virkri herdeild, samkvæmt stuðlum NATO, sem er tilbúin til átaka. Um er að ræða herdeildir, sem á ensku kallast Division, og eru skipaðar um og yfir tuttugu þúsund hermönnum. Samkvæmt Reuters vilja Þjóðverjar byggja upp aðra herdeild fyrir árið 2027. Í sameiningu við Hollendinga ætla Þjóðverjar þó fyrst að mynda nokkur vélbúin stórfylki en slíkar hersveitir eru skipaðar allt að fimm þúsund mönnum. Margar þjóðir Evrópu eiga nú í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu sem hófst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti skömmu eftir innrásina að til stæði að fara í mikla hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Yfirvöld Í Bandaríkjunum hafa lengi gagnrýnt ríki Evrópu fyrir að leggja ekki nægilega mikið fé til varnarmála en viðmið NATO segja að aðildarríki eigi að verja minnst tveimur prósentum landsframleiðslu til varnarmála. Ráðamenn í Evrópu hafa margir komist að því að vopnabúr ríkja þeirra hafa verið vanhirt og framleiðslugeta þeirra á hergögnum og skotfærum er ekki nægilega góð fyrir svokölluð jafningjaátök, eða það þegar ríki af sambærilegri stærð berjast sín á milli. Þjóðverjar stefna á að vera komnir í prósentin tvö strax á næsta ári. Alfons Mais, yfirmaður þýska hersins segir í viðtali við Reuters að erfitt verði að útvega þessum nýju hersveitum skotfæri. Það sé að hluta til vegna þess að Vesturlönd hafa sent gífurlegt magn skotfæra til Úkraínu og framleiðsla þeirra heldur ekki í við það hve hratt þeim er skotið í átökunum í Úkraínu. Búið er að ganga mjög á skotfærageymslur Evrópu til að senda skotfæri, og þá sérstaklega sprengikúlur fyrir stórskotalið, til Úkraínu. Forsvarsmenn þýska vopnafyrirtækisins Rheinmetall eru meðal þeirra sem hafa reynt að auka framleiðslugetu og vinna þeir meðal annars að því að byggja nýja skotfæraverksmiðju. Sjá einnig: Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Eins og Mais viðurkennir í áðurnefndu viðtali hefur framleiðslugeta Evrópu á skotfærum dregist verulega saman. „Þú kaupir skotfæri ekki út í byggingavöruverslun. Framleiðslugeta hefur dregist mjög saman,“ sagði Mais. Hann sagði öll ríki NATO eiga í þessum vandræðum en að svo stöddu væri mikilvægara að standa við bakið á Úkraínumönnum en að byggja upp nýjar hersveitir.
Þýskaland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir „Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00 Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35 Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
„Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. 12. júlí 2023 15:00
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. 11. júlí 2023 19:35
Gengur hægar en vonast var eftir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi. 21. júní 2023 14:41
Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56