Enski boltinn

Hender­­son heldur tryggð við Liver­pool

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jordan Henderson er mættur til æfinga hjá Liverpool líkt og aðrir leikmenn liðsins.
Jordan Henderson er mættur til æfinga hjá Liverpool líkt og aðrir leikmenn liðsins. Vísir/Getty

Þrátt fyrir tilboð um gull og græna skóga í Sádi Arabíu ætlar Jordan Henderson að halda tryggð sinni við Liverpool.

Steven Gerrard tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Al-Ettifaq á dögunum og er nú þegar byrjaður að reyna að styrkja liðið.

Gerrard hafði upphaflega hafnað tilboði sádiarabíska liðsins en snerist síðan hugur og gaf í viðtali upp fjölskylduástæður fyrir ákvörðun sinni.

Gerrard ætlar ekki að leita langt yfir skammt í tilraunum sínum til að styrkja lið Al-Ettifaq. Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool er að reyna að næla í arftaka sinn hjá gamla félaginu og hefur boðið Jordan Henderson samning.

Samkvæmt frétt Daily Telegraph í morgun íhugaði Henderson alvarlega að taka tilboði Al-Ettifaq enda mun leikmínútum fyrirliðans á Anfield líklega fækka á næsta tímabili með tilkomu Dominik Szoboszlai og Alexis Mac Allister.

Þrátt fyrir þetta hefur Henderson ákveðið að halda tryggð sinn við Jürgen Klopp en það er blaðamaðurinn Ben Jacobs sem greindi frá þessu fyrr í dag. Henderson á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool

Henderson er enn í plönum landsliðsþjálfarans Gareth Southgate og samkvæmt Jacobs er Henderson á því að það sé best fyrir hann að spila áfram með Liverpool til að eiga sem besta möguleika á að spila á Evrópumótinu í Þýskalandi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×