„Hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júlí 2023 11:53 Það verður sumar og sól um helgina. Vísir/Vilhelm Það verður hægur vindur, sólríkt og hlýtt á landinu um helgina að sögn veðurfræðings. Best verður veðrið á Suður- og Vesturlandi þar sem hitinn gæti farið upp í og yfir tuttugu stig. „Á sumrin skiptir öllu máli að hafa hægan vind og það er nú að sjá í spánum núna að vindur verði hægur,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í viðtali við fréttastofu. „Þar til viðbótar þá verður að öllum líkindum bæði talsvert sólríkt og hlýtt á landinu um helgina og í raun og veru bara fyrirtaks sumarveður annars staðar en í kvöld og nótt á Suðausturlandi þar sem rignir dálítið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson í viðtali við fréttastofu. Hitinn geti farið upp í tuttugu stig Veðrið hefur að sögn Einars snúist við á landinu, sólin skíni á Suður- og Vesturland af því vindurinn er norðaustanstæður. Þar sem best lætur fari hitinn upp í og yfir tuttugu stig. „Nú hefur þetta snúist dálítið við, nú er það Suður og Vesturland sem er ofan á þar sem sólin ríkir af því hann er aðeins norðaustanstæður. Það þýðir það að við ströndina fyrir norðan og austan er stutt í þokuna en hlýtt inn til landsins og spáð ágætis veðri til dæmis á Akureyri og inn til landsins á Norðurlandi á morgun,“ sagði Einar. „Þar sem best lætur verður hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það, sérstaklega á Suðurlandi á morgun og Vesturlandi á sunnudag.“´ Áfram gott veður um helgina Góða veðrið sem hefur einkennt vikuna frá því á sunnudag heldur því áfram um helgina að sögn Einars. Í næstu viku verði það köflótt vegna kalds lofts en síðan hlýni aftur. „Það er búið að vera sólríkt og þurrt,“ segir hann og bætir við „það eru litlar líkur á rigningu annars staðar en á Suðausturlandi frá Vík og austur á sunnanverða Austfirði frá því í kvöld og til fyrramálsins. Síðan styttir þar upp.“ Hvað megum við gera ráð fyrir því að sumarveðrið endist lengi? „Það er dálítið köflótt veðrið næstu vikuna. Það er reyndar gert ráð fyrir því að hann verði norðan og norðaustanstæður vindurinn áfram. En í stað þessara miklu eða ákveðnu hlýinda sem verða um helgina þá kemur aðeins kaldara loft í næstu viku en síðan hlýnar aftur.“ Einar segir að Íslendingar geti því rifið út grillin á næstu dögum í sumarveðrinu og sömuleiðis ferðast hvert á land sem er og notið sumarblíðunnar. „Höfum það í huga að sumarið á Íslandi er stutt en það getur líka verið vænt þegar liggur vel á. Veður Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira
„Á sumrin skiptir öllu máli að hafa hægan vind og það er nú að sjá í spánum núna að vindur verði hægur,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í viðtali við fréttastofu. „Þar til viðbótar þá verður að öllum líkindum bæði talsvert sólríkt og hlýtt á landinu um helgina og í raun og veru bara fyrirtaks sumarveður annars staðar en í kvöld og nótt á Suðausturlandi þar sem rignir dálítið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson í viðtali við fréttastofu. Hitinn geti farið upp í tuttugu stig Veðrið hefur að sögn Einars snúist við á landinu, sólin skíni á Suður- og Vesturland af því vindurinn er norðaustanstæður. Þar sem best lætur fari hitinn upp í og yfir tuttugu stig. „Nú hefur þetta snúist dálítið við, nú er það Suður og Vesturland sem er ofan á þar sem sólin ríkir af því hann er aðeins norðaustanstæður. Það þýðir það að við ströndina fyrir norðan og austan er stutt í þokuna en hlýtt inn til landsins og spáð ágætis veðri til dæmis á Akureyri og inn til landsins á Norðurlandi á morgun,“ sagði Einar. „Þar sem best lætur verður hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það, sérstaklega á Suðurlandi á morgun og Vesturlandi á sunnudag.“´ Áfram gott veður um helgina Góða veðrið sem hefur einkennt vikuna frá því á sunnudag heldur því áfram um helgina að sögn Einars. Í næstu viku verði það köflótt vegna kalds lofts en síðan hlýni aftur. „Það er búið að vera sólríkt og þurrt,“ segir hann og bætir við „það eru litlar líkur á rigningu annars staðar en á Suðausturlandi frá Vík og austur á sunnanverða Austfirði frá því í kvöld og til fyrramálsins. Síðan styttir þar upp.“ Hvað megum við gera ráð fyrir því að sumarveðrið endist lengi? „Það er dálítið köflótt veðrið næstu vikuna. Það er reyndar gert ráð fyrir því að hann verði norðan og norðaustanstæður vindurinn áfram. En í stað þessara miklu eða ákveðnu hlýinda sem verða um helgina þá kemur aðeins kaldara loft í næstu viku en síðan hlýnar aftur.“ Einar segir að Íslendingar geti því rifið út grillin á næstu dögum í sumarveðrinu og sömuleiðis ferðast hvert á land sem er og notið sumarblíðunnar. „Höfum það í huga að sumarið á Íslandi er stutt en það getur líka verið vænt þegar liggur vel á.
Veður Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Sólríkt og fremur hlýtt í dag Skýjað og rigning af og til Hiti gæti náð fimmtán stigum Styttir víða upp og kólnar Von á allhvössum vindi og rigningu Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Sjá meira