Gísli fer til Vals Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2023 13:13 Gísli Laxdal Unnarsson bætist í leikmannahóp Vals þegar leiktíðinni lýkur, og mögulega strax í næsta mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valsmenn hafa tryggt sér krafta Skagamannsins Gísla Laxdals Unnarssonar sem mun flytja sig yfir á Hlíðarenda í síðasta lagi við lok yfirstandandi keppnistímabils í haust. Samningur Gísla við ÍA rennur út í lok leiktíðar og í samtali við Fótbolta.net staðfesti Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, að Gísli hefði nú skrifað undir samning við Val. Fyrst var greint frá vistaskiptum Gísla í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni. Mögulegt er að Gísli fari til Vals í sumar, þegar félagaskiptaglugginn er opinn frá 18. júlí til 15. ágúst, en Börkur sagði það verða skoðað. Ljóst er að þá þyrftu Valsmenn að semja um kaupverð við ÍA. „Mögulega verður hann tekinn í glugganum ef þeir borga uppsett verð. Það voru mörg lið á eftir honum í haust vissi ég, eftir að Skaginn féll, en hann hefur ákveðið að fara á Hlíðarenda,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni, en þar sáu menn ekki fram á að Gísli fengi stórt hlutverk í Val: „Í fljótu bragði sé ég ekki hvernig hann á að komast að þar. Ég læt mér fróðari menn útskýra það. Hann stóð sig vel með Skaganum í hitteðfyrra, og er hörku kantmaður. Í fyrra átti hann kannski ekkert sitt besta tímabil og í sumar hefur hann ekki verið mjög áberandi í þessu Skagaliði,“ sagði Kristján. Gísli er 22 ára gamall og á að baki einn U21-landsleik. Hann lék alla 27 leiki ÍA í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, og skoraði fimm mörk, en liðið féll niður í Lengjudeildina og er þar nú í 4. sæti. Besta deild karla ÍA Valur Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Samningur Gísla við ÍA rennur út í lok leiktíðar og í samtali við Fótbolta.net staðfesti Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, að Gísli hefði nú skrifað undir samning við Val. Fyrst var greint frá vistaskiptum Gísla í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni. Mögulegt er að Gísli fari til Vals í sumar, þegar félagaskiptaglugginn er opinn frá 18. júlí til 15. ágúst, en Börkur sagði það verða skoðað. Ljóst er að þá þyrftu Valsmenn að semja um kaupverð við ÍA. „Mögulega verður hann tekinn í glugganum ef þeir borga uppsett verð. Það voru mörg lið á eftir honum í haust vissi ég, eftir að Skaginn féll, en hann hefur ákveðið að fara á Hlíðarenda,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni, en þar sáu menn ekki fram á að Gísli fengi stórt hlutverk í Val: „Í fljótu bragði sé ég ekki hvernig hann á að komast að þar. Ég læt mér fróðari menn útskýra það. Hann stóð sig vel með Skaganum í hitteðfyrra, og er hörku kantmaður. Í fyrra átti hann kannski ekkert sitt besta tímabil og í sumar hefur hann ekki verið mjög áberandi í þessu Skagaliði,“ sagði Kristján. Gísli er 22 ára gamall og á að baki einn U21-landsleik. Hann lék alla 27 leiki ÍA í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, og skoraði fimm mörk, en liðið féll niður í Lengjudeildina og er þar nú í 4. sæti.
Besta deild karla ÍA Valur Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira