Veður

Allt að 26 gráðu hiti

Árni Sæberg skrifar
Það viðrar vel til þess að stinga sér í Eyvindará í dag.
Það viðrar vel til þess að stinga sér í Eyvindará í dag. Stöð 2/Sigurjón

Rjómablíðan heldur áfram á Norð-Austurlandi í dag. Allt að 26 gráðu hita er spáð.

Suðlæg eða breytileg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu, verður ríkjandi í dag. Skýjað verður að mestu og sums staðar dálítil væta. 

Víða verður bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi, en líkur eru á stöku síðdegisskúrum. Hiti 10 til 26 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×