Segjast hafa endurheimt fyrstu þorpin Árni Sæberg skrifar 11. júní 2023 21:17 Úkraínskir hermenn koma fána sínum fyrir á húsi í Blagodatne, að eigin sögn. Skjáskot Úkraínumenn segjast hafa endurheimt þrjú þorp í Dónetsk-héraði úr höndum Rússa. Úkraínuforseti staðfesti í gær að gagnsókn úkraínska hersins væri hafin. Þorpin sem um ræðir eru annars vegar Blagodatne og Neskuchne, en úkraínskir hermenn birtu myndbönd af frelsun þeirra í morgun, og hins vegar Makarivka, sem aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu segir hafa verið frelsað. Hér að neðan má sjá myndskeið, sem sagt er sýna úkraínska hermenn í Neskuchne: 7th Battalion Arey of Ukrainian Volunteer Army (of 129th Territorial Defense Brigade) liberated Neskuchne settlement in #Donetsk Oblast on June 10, 2023.#UkraineRussiaWar pic.twitter.com/LeGlVfnFNK— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) June 11, 2023 Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því á blaðamannafundi í gær að boðuð gagnsókn Úkraínuhers væri hafin. „Við sjáum núna fyrstu jákvæðu niðurstöðurnar í gagnsókninni, árangur á afmörkuðum svæðum,“ sagði Valeryi Shershen, talsmaður herafla Úkraínumanna á Tavria-svæðinu í suðurhluta Úkraínu, í úkraínska ríkissjónvarpinu í kvöld. Reuters greinir frá þessu. Hanna Maliar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, segir í yfirlýsingu að úkraínuher hafi náð að færa sig fram um 300 til 1.500 metra í tvær áttir á suður-víglínunni í Dónetsk. Þá hafi Rússar ekki náð neinum svæðum þar sem Úkraínumenn vörðust. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, birti kort sem sýnir víglínuna á Twitter í dag. Á myndinni eru Blagodatne og Neskuchne skyggð og efri merkipinninn sýnir Makarivka. Sá neðri sýnir Urozhaine, þar sem bardagar eru sagðir háðir þessa stundina. For context, Blahodatne and Neskuchne, which Ukraine appears to have retaken, are shaded in black, and I left markers for Makarivka and Urozhaine, where fighting is reportedly taking place. Russia's main defensive line is 10km south of Urozhaine. @Nrg8000https://t.co/0YaHCqGmcy https://t.co/v5ZxwBFN31 pic.twitter.com/q71Hh5OwSa— Rob Lee (@RALee85) June 11, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Þorpin sem um ræðir eru annars vegar Blagodatne og Neskuchne, en úkraínskir hermenn birtu myndbönd af frelsun þeirra í morgun, og hins vegar Makarivka, sem aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu segir hafa verið frelsað. Hér að neðan má sjá myndskeið, sem sagt er sýna úkraínska hermenn í Neskuchne: 7th Battalion Arey of Ukrainian Volunteer Army (of 129th Territorial Defense Brigade) liberated Neskuchne settlement in #Donetsk Oblast on June 10, 2023.#UkraineRussiaWar pic.twitter.com/LeGlVfnFNK— MilitaryLand.net (@Militarylandnet) June 11, 2023 Vólódómír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því á blaðamannafundi í gær að boðuð gagnsókn Úkraínuhers væri hafin. „Við sjáum núna fyrstu jákvæðu niðurstöðurnar í gagnsókninni, árangur á afmörkuðum svæðum,“ sagði Valeryi Shershen, talsmaður herafla Úkraínumanna á Tavria-svæðinu í suðurhluta Úkraínu, í úkraínska ríkissjónvarpinu í kvöld. Reuters greinir frá þessu. Hanna Maliar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, segir í yfirlýsingu að úkraínuher hafi náð að færa sig fram um 300 til 1.500 metra í tvær áttir á suður-víglínunni í Dónetsk. Þá hafi Rússar ekki náð neinum svæðum þar sem Úkraínumenn vörðust. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, birti kort sem sýnir víglínuna á Twitter í dag. Á myndinni eru Blagodatne og Neskuchne skyggð og efri merkipinninn sýnir Makarivka. Sá neðri sýnir Urozhaine, þar sem bardagar eru sagðir háðir þessa stundina. For context, Blahodatne and Neskuchne, which Ukraine appears to have retaken, are shaded in black, and I left markers for Makarivka and Urozhaine, where fighting is reportedly taking place. Russia's main defensive line is 10km south of Urozhaine. @Nrg8000https://t.co/0YaHCqGmcy https://t.co/v5ZxwBFN31 pic.twitter.com/q71Hh5OwSa— Rob Lee (@RALee85) June 11, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43
Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54