Veður

Þurrt og bjart í dag en stöku skúrir

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sólin lýsir upp landann í dag. Spurningin er hvort það verði nógu hlýtt til að geta skellt sér út.
Sólin lýsir upp landann í dag. Spurningin er hvort það verði nógu hlýtt til að geta skellt sér út. Vísir/Vilhelm

Í dag segir Veðurstofan von á vestan- og suðvestanátt með stöku skúrum. Þá á að vera þurrt og bjart á Suður- og Suðausturlandi en rigning austanlands fram eftir degi. Hiti verði á bilinu sjö til fimmtán stig.

Nánar má lesa um spána á vef Veðurstofunnar.

Hér má sjá spá Veðurstofunnar á veðrinu á öllu landinu klukkan tvö í dag. Eins og sjá má ætlar sólin að sýna sig þó hún mætti færa okkur meiri hlýju.Skjáskot

Þar segir í hugleiðingum veðurfræðings að á morgun sé von á suðvestan kalda eða stinningskalda sem fari upp í allhvassan eða hvassan vind þar sem hann standi af fjöllum á norðvestanverðu landinu. Það verði víða þurrt og sólríkt veður, en skýjað að mestu vestanlands. 

Hitinn hækki frá deginum í dag og verði á bilinu tíu til tuttugu stig, þar af verði hlýjast á austurhelmingi landsins.

Á mánudag lægi nokkuð norðvestantil en annars sé litlar breytingar að sjá á veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Hér má sjá spá Veðurstofunnar fyrir næstu viku:

Á mánudag: Vestan 5-13 m/s en heldur hvassara norðvestantil. Bjart að mestu, en yfirleitt skýjað vestantil. Hiti tíu til 21 stig, hlýjast á Austur- og Suðausturlandi.

Á þriðjudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10. Yfirleitt skýjað vestast á landinu, annars bjartviðri. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag: Suðlæg átt, skýjað með köflum og sums staðar smá væta, en bjart að mestu norðanlands. Hiti tólf til 20 stig.

Á fimmtudag: Sunnanátt og lítils háttar rigning, en þurrt að kalla norðaustan- og austanlands. Hiti tíu til 22 stig, hlýjast um norðvestanvert landið.

Á föstudag: Útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestanlands, en þurrki og hlýindum á Norðaustur- og Austurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×