„Má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2023 22:36 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar FH sigruðu Selfoss 2-0 á heimavelli í Bestu deild kvenna í fótbolta nú kvöld. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og situr í 5. sæti deildarinnar. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, segir frammistöðuna í fyrri hálfleik hafa skilað liðinu þremur stigum í dag. „Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að þessum sigri. Liðið var vel undirbúið og var klárt á þessum grunnþáttum; baráttu, vilja og dugnaði“ Selfoss situr í neðsta sæti deildarinnar, hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu það sem af er móts og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Við mættum liði Selfossar, sem við vissum að væri sært, en ætlaði sér að taka þrjú stig á móti okkur nýliðunum. En þetta er Kaplakrikavöllur og það er erfitt að koma hingað.“ Eftir algjöra yfirburði í fyrri hálfleik leiddi FH leikinn 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Selfyssingar komu út í seinni hálfleik af krafti og það virtist halla aðeins undan fæti hjá FH. Þá gerði þjálfarinn þrefalda breytingu á liði sínu. „Það er ekki ástæðan fyrir þrefaldri breytingu [að liðið hafi byrjað seinni hálfleik illa], ef að leikir okkar eru skoðaðir sést að við gerum nánast alltaf fimm skiptingar. Við viljum nota og nýta mannskapinn, við spilum af mikilli ákefð eins og sást í fyrri hálfleik og vildum bara ferskar lappir inn á, það er ástæðan fyrir breytingunum. Þær sem fóru útaf stóðu sig vel.“ Stigasöfnun FH í upphafi móts hefur vakið athygli, þær eru nýliðar Bestu deildarinnar og var af flestum spáð falli fyrir tímabil. En kemur það þjálfara liðsins á óvart hversu vel hefur gengið í upphafi móts? „Nei alls ekki, það má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart að sjá lélegasta lið deildarinnar vera að safna stigum en það kemur FH liðinu ekki á óvart, alls ekki“ sagði Guðni kokhraustur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að þessum sigri. Liðið var vel undirbúið og var klárt á þessum grunnþáttum; baráttu, vilja og dugnaði“ Selfoss situr í neðsta sæti deildarinnar, hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu það sem af er móts og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Við mættum liði Selfossar, sem við vissum að væri sært, en ætlaði sér að taka þrjú stig á móti okkur nýliðunum. En þetta er Kaplakrikavöllur og það er erfitt að koma hingað.“ Eftir algjöra yfirburði í fyrri hálfleik leiddi FH leikinn 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Selfyssingar komu út í seinni hálfleik af krafti og það virtist halla aðeins undan fæti hjá FH. Þá gerði þjálfarinn þrefalda breytingu á liði sínu. „Það er ekki ástæðan fyrir þrefaldri breytingu [að liðið hafi byrjað seinni hálfleik illa], ef að leikir okkar eru skoðaðir sést að við gerum nánast alltaf fimm skiptingar. Við viljum nota og nýta mannskapinn, við spilum af mikilli ákefð eins og sást í fyrri hálfleik og vildum bara ferskar lappir inn á, það er ástæðan fyrir breytingunum. Þær sem fóru útaf stóðu sig vel.“ Stigasöfnun FH í upphafi móts hefur vakið athygli, þær eru nýliðar Bestu deildarinnar og var af flestum spáð falli fyrir tímabil. En kemur það þjálfara liðsins á óvart hversu vel hefur gengið í upphafi móts? „Nei alls ekki, það má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart að sjá lélegasta lið deildarinnar vera að safna stigum en það kemur FH liðinu ekki á óvart, alls ekki“ sagði Guðni kokhraustur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira